Lengra varð ekki komist

Helgi Áss Grétarsson, lögmaður, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, ...
Helgi Áss Grétarsson, lögmaður, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, kynna Icesave-samninginn. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi, þar sem nýtt samkomulag um Icesave-skuldbindingar Íslands var kynnt, að það væri mat hennar og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að niðurstaðan sem nú liggur fyrir sé viðunandi og að lengra verði ekki komist.

Sagði Jóhanna, að hagsmunir íslensku þjóðarinnar væru, að ljúka málinu frekar en skilja það eftir í uppnámi. Hún sagði, að margt myndi leysast samhliða þessu. Þannig gætu Íslendingar haldið áfram efnahagsáætlun sinni, lækkað stýrivexti og dregið úr gjaldeyrishöftum.

Þá fylgdi það þessari niðurstöðu, að Íslendingar muni geta fengið endurskoðun fljótlega á samningunum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, jafnvel í þessum mánuði. Þá losnuðu 123 milljarða króna lán frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem notað yrði til að styrkja gjaldeyrisvaraforða landsins.

Gert er ráð fyrir því að samkomulagið verði undirritað á morgun og þá verði einnig lagt fram frumvarp á Alþingi um ríkisábyrgð. Einnig verður birt sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðherra ríkjanna þriggja.

Steingrímur sagði, að viðræðurnar við Breta og Hollendinga hefðu verið harðsóttar og það hefði ekki verið fyrr en á síðustu dögum sem fullnægjandi árangur náðist varðandi frágang tiltekinna þátta. 

Sagði Steingrímur, að niðurstaðan fæli í sér að gerður verði viðaukasamningur við Icesave-samninginn frá í sumar. Inn í þann samning gengju að uppistöðu til allir fyrirvarar og skilmálar Alþingis úr lögunum, sem sett voru 23. ágúst um ríkisábyrgð vegna skuldbindinganna. 

Þá féllust Bretar og Hollendingar á fyrirvara sem lúti að fullveldi og eignum landsins. Einnig verði þeir efnahagslegu fyrirvarar, sem Alþingi gerði, felldir inn í samninginn.

Fram kom í máli Steingríms, að í yfirlýsingu fjármálaráðherra landanna verði tekið fram að Bretland og Holland hafi m.a. annars fallist á þá efnahagslegu skilmála sem settir voru með lögunum um ríkisábyrgðina í sumar og að Ísland hafi endurnýjað skuldbindingar sínar til að ábyrgjast skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda án þess að í því felist viðurkenning á að lagaleg skuldbinding hafi verið til staðar.

Þá muni fjármálaráðherra Íslands á grundvelli laganna fylgjast með framvindu mála og efna til viðræðna eftir því sem þörf krefur. Þá muni aðilar ennfremur staðfesta vilja til samstarfs þar á meðal til viðræðna að ósk hvaða samingsaðila sem er, til að ræða aðstæður sem sem upp kunna að koma og hvernig við þeim yrði brugðist.

Í yfirlýsingunni verður einnig fjallað um mikilvægi afgreiðslu endurskoðunar á samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lýst stuðningi við það að hún fari fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bílaþorp rís við flugvöllinn

05:30 Á næstunni hefst uppbygging þjónustuklasa fyrir bílaleigubíla í Reykjanesbæ. Hann verður við nýja götu, Flugvelli, og steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Þar verða minnst átta bílaleigur og hundruð, jafnvel þúsundir, bílaleigubíla. Meira »

Endurbætur hefjast í ár

05:30 „Ég er bjartsýnn á að úrbætur á veginum hér á Kjalarnesi komist á dagskrá fljótlega. Sjónarmið okkar njóta skilnings og staðreyndir eru alveg skýrar,“ segir Sigþór Magnússon, formaður Íbúasamtaka Kjalarness. Meira »

Sunna Elvira flutt til Sevilla

05:30 Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni undanfarinn mánuð í kjölfar falls, verður í dag flutt á bæklunarsjúkrahús í Sevilla. Meira »

Eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar

05:30 „Við erum að fara í gegnum þau gögn sem við höfum og yfirheyra þessa aðila. Það verður væntanlega tekin afstaða til þess í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Meira »

Margir sem hafa skorað á Harald

05:30 Margir hafa skorað á Harald Benediktsson, 1. þingmann Norðvestur-kjördæmis, að bjóða sig fram til varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í Laugardalshöll 16.-18. mars nk. Meira »

Göngin hafa sparað milljarða

05:30 Viðhald og vegabætur á Hvalfjarðarvegi gætu hafa kostað 1.200-2.000 milljónir króna síðustu 20 ár ef Hvalfjarðargöng hefðu ekki komið til í júlí árið 1998. Meira »

Sjúkratryggingar vilja segja upp samningi

Í gær, 22:38 Sjúkratryggingar Íslands hafa tilkynnt sérgreinalæknum og sjúkraþjálfurum að þeir megi eiga von á því að rammasamningi þeirra og Sjúkratrygginga verði sagt upp. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur einnig verið látin vita af þessu. Meira »

Streymið er tækni sem ósamið er um

05:30 Áskriftarstreymi hefur aldrei verið hluti af framseldum réttindum í útgáfusamningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Um slíkt þarf að semja sérstaklega sem ekki hefur verið gert. Meira »

Endar í uppstillingu í Eyjum

Í gær, 22:16 Ekki bárust nógu mörg framboð til röðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Því var ákveðið að fara í uppstillingu. Aðeins sjö framboð bárust en þau þurftu að vera tíu að lágmarki, samkvæmt samþykkt aðalfundar fullltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Meira »

2 milljóna króna bótakrafa

Í gær, 21:56 Bótakrafa að fjárhæð 2 milljóna króna liggur fyrir í máli Houssin Bsraoi sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni í janúar. Lilja Margrét Olsen, réttargæslumaður hans, telur ólíklegt að túlkur hafi verið viðstaddur við þegar honum var vísað úr landi á þriðjudaginn. Meira »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

Í gær, 21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

Í gær, 21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

Í gær, 21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

Í gær, 20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

Í gær, 20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

Í gær, 20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

Í gær, 20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

Í gær, 19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
 
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...