Ríkustu fjölskyldurnar skera sig úr hópnum

Af um 182 þúsund fjölskyldum töldu rúmlega 79 þús. fjölskyldur ...
Af um 182 þúsund fjölskyldum töldu rúmlega 79 þús. fjölskyldur ekki fram neinar skuldir en töldu fram eignir upp á 845 milljarða. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fjölskyldur  sem eiga meira en 150 milljónir eiga samtals 468 milljarða í framtaldar eignir. Það er 1.281 fjölskylda sem á þessar miklu eignir. Þetta eru 0,8% af öllum fjölskyldum í landinu, en hópurinn á 12,8% af öllum eignum. Þetta kemur fram í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra, en greinina ritar Páll Kolbeins.

Niðurstaðan í grein Páls er að þó að margar fjölskyldur glími við fjárhagserfiðleika vegna þeirra áfalla sem dunið hafa yfir í efnahagslífinu gildi það alls ekki um alla. Margir séu langt frá því að vera á flæðiskeri staddir.

79.149 fjölskyldur telja ekki fram neinar skuldir, þar af eru 67.433 einhleypingar og 11.706 hjón. Eignir þessa hóps námu 845 milljörðum. Um 60% fjölskyldna skulda innan við fimm milljónir eða ekki neitt.

37.320 fjölskyldur skulda meira en þær eiga

Þó að staðan sé góð hjá meirihluta allra fjölskyldna í landinu gildir það ekki um alla. 37.320 fjölskyldur skulda meira en þær eiga. Sá fyrirvari er við þessa tölu að í einhverjum tilvikum kunna að vera eignir sem ekki eru skráðar á markaðsvirði. Hópurinn sem á minnst er jafnframt hópurinn sem skuldar hlutfallslega mest. 76.344 einstaklingar töldu fram eignir sem voru metnar á innan við 10 milljónir. Hann átti samtals 115 milljarða en skuldaði 108 milljarða. Gera má ráð fyrir að í þessum hópi séu margir sem hafi tekið bílalán og lánin hafa hækkað en eignirnar fallið í verði.

Þeir sem hafa keypt fasteignir á síðustu árum eru í sömu stöðu. Þessi hópur hefur ekki notið hækkunar á fasteignaverði, en skuldirnar hafa hækkað ár frá ári. Þeir sem eiga á bilinu 5 til 10 milljónir í fasteign skulda 80,1% af matsverði fasteignarinnar. Þetta hlutfall lækkar eftir því sem eignarhlutur í fasteigninni hækkar.

Í grein Páls í blaðinu Tíund kemur fram að stór hópur landsmanna greiði meira en þriðjung brúttótekna sinna í vexti og afborganir af lánum. Hér er um að ræða 9.232 einhleypinga og hjón en sumir þessara framteljenda, 225 hjón og 972 einhleypingar eða alls 1.197 heimili, töldu fram hærri vaxtagreiðslur en sem nam framtöldum brúttótekjum síðasta árs.

Flestar fjölskyldur töldu fram eignir sem metnar voru á bilinu frá 10 til 40 milljónir króna í árslok 2008 og af þessum hópi áttu flestar á bilinu 15 til 25 milljónir króna. Af 181.755 fjölskyldum í landinu greiddu 82.039 enga vexti á síðasta ári.

Skuldir jukust

Frá 2000 til 2008 jukust skuldir einstaklinga úr 415 milljörðum í 1.683 milljarða. Þetta er fjórföldun skulda á átta árum. Skuldirnar jukust mest á síðasta ári eða um 24,9%. Á sama tíma jukust eignir aðeins um 8,2% þrátt fyrir að ýmislegt bendi til þess að þá hafi komið inn á skattframtöl mikið af bankainnistæðum sem áður voru vantaldar. Eignir einstaklinga hafa aukist mikið á síðustu árum og nema nú 3.657 milljörðum.

Hér er hægt að lesa Tíundina í heild

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Grafarvoginn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »

Tvö útköll TF-GRO í gær

05:54 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. Meira »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

05:30 Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

444 hælisumsóknir borist á þessu ári

05:30 Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Meira »

Andlát: Steinar Farestveit

05:30 Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverkfræðingur Stokkhólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri.   Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »
Súper sól
Súper sól...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...