Ríkustu fjölskyldurnar skera sig úr hópnum

Af um 182 þúsund fjölskyldum töldu rúmlega 79 þús. fjölskyldur ...
Af um 182 þúsund fjölskyldum töldu rúmlega 79 þús. fjölskyldur ekki fram neinar skuldir en töldu fram eignir upp á 845 milljarða. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fjölskyldur  sem eiga meira en 150 milljónir eiga samtals 468 milljarða í framtaldar eignir. Það er 1.281 fjölskylda sem á þessar miklu eignir. Þetta eru 0,8% af öllum fjölskyldum í landinu, en hópurinn á 12,8% af öllum eignum. Þetta kemur fram í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra, en greinina ritar Páll Kolbeins.

Niðurstaðan í grein Páls er að þó að margar fjölskyldur glími við fjárhagserfiðleika vegna þeirra áfalla sem dunið hafa yfir í efnahagslífinu gildi það alls ekki um alla. Margir séu langt frá því að vera á flæðiskeri staddir.

79.149 fjölskyldur telja ekki fram neinar skuldir, þar af eru 67.433 einhleypingar og 11.706 hjón. Eignir þessa hóps námu 845 milljörðum. Um 60% fjölskyldna skulda innan við fimm milljónir eða ekki neitt.

37.320 fjölskyldur skulda meira en þær eiga

Þó að staðan sé góð hjá meirihluta allra fjölskyldna í landinu gildir það ekki um alla. 37.320 fjölskyldur skulda meira en þær eiga. Sá fyrirvari er við þessa tölu að í einhverjum tilvikum kunna að vera eignir sem ekki eru skráðar á markaðsvirði. Hópurinn sem á minnst er jafnframt hópurinn sem skuldar hlutfallslega mest. 76.344 einstaklingar töldu fram eignir sem voru metnar á innan við 10 milljónir. Hann átti samtals 115 milljarða en skuldaði 108 milljarða. Gera má ráð fyrir að í þessum hópi séu margir sem hafi tekið bílalán og lánin hafa hækkað en eignirnar fallið í verði.

Þeir sem hafa keypt fasteignir á síðustu árum eru í sömu stöðu. Þessi hópur hefur ekki notið hækkunar á fasteignaverði, en skuldirnar hafa hækkað ár frá ári. Þeir sem eiga á bilinu 5 til 10 milljónir í fasteign skulda 80,1% af matsverði fasteignarinnar. Þetta hlutfall lækkar eftir því sem eignarhlutur í fasteigninni hækkar.

Í grein Páls í blaðinu Tíund kemur fram að stór hópur landsmanna greiði meira en þriðjung brúttótekna sinna í vexti og afborganir af lánum. Hér er um að ræða 9.232 einhleypinga og hjón en sumir þessara framteljenda, 225 hjón og 972 einhleypingar eða alls 1.197 heimili, töldu fram hærri vaxtagreiðslur en sem nam framtöldum brúttótekjum síðasta árs.

Flestar fjölskyldur töldu fram eignir sem metnar voru á bilinu frá 10 til 40 milljónir króna í árslok 2008 og af þessum hópi áttu flestar á bilinu 15 til 25 milljónir króna. Af 181.755 fjölskyldum í landinu greiddu 82.039 enga vexti á síðasta ári.

Skuldir jukust

Frá 2000 til 2008 jukust skuldir einstaklinga úr 415 milljörðum í 1.683 milljarða. Þetta er fjórföldun skulda á átta árum. Skuldirnar jukust mest á síðasta ári eða um 24,9%. Á sama tíma jukust eignir aðeins um 8,2% þrátt fyrir að ýmislegt bendi til þess að þá hafi komið inn á skattframtöl mikið af bankainnistæðum sem áður voru vantaldar. Eignir einstaklinga hafa aukist mikið á síðustu árum og nema nú 3.657 milljörðum.

Hér er hægt að lesa Tíundina í heild

Innlent »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þar í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd,58cm,,hæð,99cm,,dýpt,6...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...