Árangur af landgræðslu

Bakkafjara. Landeyjahöfn er fyrir miðri mynd og á milli hennar …
Bakkafjara. Landeyjahöfn er fyrir miðri mynd og á milli hennar og Markarfljóts sést svæðið þar sem melgresinu hefur verið sáð.

Greinilega sést á nýjum gervihnattamyndum af Landeyjasandi, sem Landmælingar hafa keypt, að talsverður árangur hefur orðið af landgræðslu í nágrenni Landeyjahafnar. Landgræðslan nú sáð melfræi í 300 hektara svæði vestan Markarfljóts.

Á heimasíðu Landmælinga eru sýndar meðal annars sýndar innrauðar myndir af svæðinu. Var önnur myndin tekin árið 2003 og hin nú í haust og er gróður rauður að lit á myndunum. Sandurinn á þessum slóðum var gróðurlaus með öllu árið 2003 en nú er komin rauð slikja og sums staðar sterkur rauður litur á landið milli Markarfljóts og vegarins að tilvonandi hafnarsvæði. Segir stofnunin, að þetta sýni að allt þetta svæði, sem sé um 300 hektarar að stærð, sé á góðri leið með að verða algróið.

Á nýju myndunum, sem teknar eru úr 832 km hæð, sjást brimvarnargarðarnir, sem hlaðnir hafa verið upp framan við væntanlega Landeyjahöfn, vel. Þeir eru 4-500 km langir.

Heimasíða Landmælinga

mbl.is

Bloggað um fréttina