Rökrétt ákvörðun forsetans

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Ómar

„Mér finnst ákvörðun forsetans vera rökrétt, honum hafa borist undirskriftir rúmlega fjórðungs kosningabærra manna í landinu, þar sem óskað er eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hitamál sem brennur á þjóðinni. Fæ ekki séð hvernig hann hefði getað komast að annarri niðurstöðu,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fv heilbrigðisráðherra, um ákvörðun forsetans í morgun.

„Nú er bara eitt að gera fyrir stjórnvöld, að hefja undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu hið allra fyrsta og stuðla að því að hún fari fram. Ég er eindregið á þeirri skoðun að ríkistjórnin sitji áfram, og það gildir hver svo sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni,“ segir Ögmundur

Hann segir ríkisstjórnina hafa verið myndaða til varnar velferðar í efnahagsþrengingum. Þrátt fyrir gagnrýni á Icesave sé ríkur vilji fyrir því í landinu að stjórnin haldi áfram. „Hún á ekki að láta þetta trufla sig á nokkurn hátt. Í framtíðinni munum við hafa þennan hátt á í fleiri málum en verið hefur og hefði betur verið gert oftar á síðustu árum,“ segir Ögmundur og nefnir þar mál eins og Kárahnjúkavirkjun, kvótakerfið og umdeildar einkavæðingar á liðnum áratugum.

Atkvæðagreiðsla alltaf til góðs

„Þjóðaratkvæðagreiðsla og lýðræðisleg umræða er alltaf til góðs, ég hef alltaf verið því fylgjandi, sem og Vinstri hreyfingin grænt framboð sem lofaði kjósendum sínum í síðustu kosningum að reyna að koma á slíku fyrirkomulagi eins og oft sem auðið er.“

Ögmundur segir að forseti Íslands hafi brugðist við afgerandi lýðræðislegum vilja og í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafa sett fram sem sínar áherslur í lýðræðisvakningu þjóðarinnar. Allir eigi að geta vel við unað. „Ég hvet til þess að menn andi rólega og taki þessu sem eðlilegum hlut.“

Aðspurður um þann möguleika að ríkisstjórnin ákveði að draga lögin til baka sem samþykkt voru um ríkisábyrgð á Iceave skömmu fyrir áramót, segist Ögmundur ekki ætla að fullyrða um. Slík ákvörðun árið 2004 varðandi fjölmiðlalögin hafi verið umdeild. „Þá töldu ýmsir að þar sem forsetinn hefði synjað lögunum staðfestingar ætti þjóðin rétt á atkvæðagreiðslu. Það var réttur þeirra sem vildu samþykkja lögin. Ég var þeirrar skoðunar á þeim tíma að sú ríkisstjórn hefði ekki verið að gera rangt þegar hún dró lögin til baka. Hver niðurstaðan verður núna ætla ég ekki að dæma um," segir Ögmundur ennfremur.

„Ríkisstjórnin á að geta lifað góðu lífi, hef tekið svo djúpt í árinni að segja að hún hafi ekki leyfi til að fara frá útaf þessu máli. Það getur ekki verið ástæða að hverfa úr stjórnarráðinu þegar þjóðin er spurð álits á tilteknu máli, sem vitað er að þverpólitískar deilur eru um. Það er enginn áfellisdómur á ríkisstjórnina," segir Ögmundur Jónasson. 

mbl.is

Innlent »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

21:28 „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard

21:14 Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætli að skila fálkaorðu sem hún var sæmd 1. janúar árið 2016. Elísabet segist ekki geta verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara. Meira »

Leita allra leiða vegna skorts

21:00 „Leitað er allra leiða til þess að takast á við fóðurskortinn í Noregi,“ segir Kåre Oskar Larsen, deildarstjóri fagdeildar ráðgjafarmiðstöðvar norsks landbúnaðar, í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir verið sé að samræma aðgerðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þurrkana. Meira »

Afskipti ríkisins af ljósmæðrum óeðlileg

20:34 „Afskipti samninganefndar ríkisins af störfum undanþágunefndarinnar hafa verið mjög mikil og óeðlileg,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, fulltrúi ljósmæðra í undanþágunefnd sem afgreiðir umsóknir sem berast um undanþágur frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Meira »

Í hátíðarskapi í vikulokin

19:21 Regína Ósk er nýja „K100 röddin“. Hún kíkti í föstudagsspjall með nýbökuðum föður, Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Regína Ósk sagði okkur frá nýju Abba myndinni og Ásgeir viðurkenndi að fyrsta spurning til ljósmóður eftir fæðingu dóttur hans hafi verið sérstök. Meira »

Svíi datt í lukkupottinn

19:17 Svíi hafði heppnina með sér í EuroJackpot-útdrætti kvöldsins en hann var með allar tölurnar réttar og fær fyrir það 2,8 milljarðar íslenskra króna í sinn hlut. Meira »

Móttaka hjartveikra gengið vonum framar

19:08 Móttaka bráðveikra hjartasjúklinga á bráðamóttökunni í Fossvogi hefur gengið vonum framar. Þá gengur samrekstur við aðrar þjónustur að mestu vel, að því er fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Alþingi greiddi hótel fyrir boðsgesti

18:22 Alþingi greiddi hótelkostnað fyrir tvær nætur fyrir hvern boðsgest sem boðinn var á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sem fór fram í vikunni. Ekki var greitt fyrir annað en hótel og ekkert var greitt fyrir fylgdarlið boðsgesta samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Meira »

Hlaupa maraþon í kjólum

17:51 „Jæja gott fólk það er sturluð staðreynd að íslenskar ömmur hlaupa heilt maraþon. Við erum svo heppin að hafa eina í okkar liði...“ segir í stöðuuppfærslu Péturs Ívarssonar í Boss búðinni sem mætti í Magasínið ásamt Bjarka Diego. Saman hlupu þeir maraþon í fyrra í jakkafötum ásamt hlaupafélögunum. Meira »

Ógnaði tveimur með byssu

17:02 Maður, sem var handtekinn og færður í fangageymslu eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á Svalbarðseyri í nótt, ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi. Meira »

Komin á nýtt og alvarlegra stig

16:33 Mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild náði ekki upp í verkfallsneyðarlista áður en yfirvinnuverkfall skall á aðfaranótt miðvikudags, og nú hafa bæst við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Metmánuður í fíkniefnaakstri

16:12 163 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í júní, en aldrei hafa slík brot verið fleiri í einum mánuði frá því að samræmdar mælingar hófust árið 1999. Meira »

Ósátt við yfirlýsingu Steingríms

15:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir miður að Steingrímur J. Sigfússon þingforseti kjósi að hafa rangt við í fréttatilkynningu og bréfi sem hann sendi Piu Kjærsgaard kollega sínum á danska þinginu. Meira »

Samfélagsbankabrúðkaup á Siglufirði

15:35 Wolfram Morales framkvæmdastjóri þýsku Sparkassen-bankanna og Annette Seiltgen óperusöngkona gengu í það heilaga á Siglufirði í síðustu viku. Greint er frá brúðkaupinu á fréttavefnum Trölli.is. Meira »

Garðaúðarar hugi að velferð býflugna

15:27 Býflugnaræktendafélag Íslands hefur sent Matvælastofnun ábendingu þar sem áhyggjum af réttarstöðu býflugnabænda og velferð býflugna í tengslum við notkun eiturefna við við eyðingu á skordýrum er lýst. Meira »

Allt á hvolfi á Sjúkrahúsinu á Akureyri

15:22 Fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur tekið við sex konum frá Landspítalanum undanfarnar tvær vikur og þar hafa tvær ljósmæður sagt starfi sínu lausu í gær og í dag. Álagið er mikið og sækja þurft hefur um undanþágu frá yfirvinnubanninu í tvígang. Meira »

Blendingurinn fer ekki úr landi

15:05 „Það stendur ekki til að flytja kjötið úr landi,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við mbl.is. Spurningamerki hafa verið sett við hvort heimilt sé að flytja kjöt blendingi langreyðar og steypireyðar úr landi vegna aðildar Íslands að CITES-samningnum. Meira »

Fá að setja salerni við Grjótagjá

14:39 „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu, en það hefur bara tekið allt of langan tíma að fá niðurstöðu í málið. Við höfum beðið síðan í apríl,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Leyfi hefur verið veitt til þess að koma fyrir salernisaðstöðu og bílastæðum við Grjótagjá. Meira »

Þurfti að loka nokkrum búðum vegna bilunar

13:44 Bilun varð í tölvukerfi ÁTVR í morgun sem leiddi til þess að ekki var hægt að afgreiða viðskiptavini í Vínbúðum og þurfti að loka nokkrum verslunum um tíma. Meira »
Toyota
Toyota Corolla til sölu Árg. `98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilb...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...