Rökrétt ákvörðun forsetans

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Ómar

„Mér finnst ákvörðun forsetans vera rökrétt, honum hafa borist undirskriftir rúmlega fjórðungs kosningabærra manna í landinu, þar sem óskað er eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hitamál sem brennur á þjóðinni. Fæ ekki séð hvernig hann hefði getað komast að annarri niðurstöðu,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fv heilbrigðisráðherra, um ákvörðun forsetans í morgun.

„Nú er bara eitt að gera fyrir stjórnvöld, að hefja undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu hið allra fyrsta og stuðla að því að hún fari fram. Ég er eindregið á þeirri skoðun að ríkistjórnin sitji áfram, og það gildir hver svo sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni,“ segir Ögmundur

Hann segir ríkisstjórnina hafa verið myndaða til varnar velferðar í efnahagsþrengingum. Þrátt fyrir gagnrýni á Icesave sé ríkur vilji fyrir því í landinu að stjórnin haldi áfram. „Hún á ekki að láta þetta trufla sig á nokkurn hátt. Í framtíðinni munum við hafa þennan hátt á í fleiri málum en verið hefur og hefði betur verið gert oftar á síðustu árum,“ segir Ögmundur og nefnir þar mál eins og Kárahnjúkavirkjun, kvótakerfið og umdeildar einkavæðingar á liðnum áratugum.

Atkvæðagreiðsla alltaf til góðs

„Þjóðaratkvæðagreiðsla og lýðræðisleg umræða er alltaf til góðs, ég hef alltaf verið því fylgjandi, sem og Vinstri hreyfingin grænt framboð sem lofaði kjósendum sínum í síðustu kosningum að reyna að koma á slíku fyrirkomulagi eins og oft sem auðið er.“

Ögmundur segir að forseti Íslands hafi brugðist við afgerandi lýðræðislegum vilja og í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafa sett fram sem sínar áherslur í lýðræðisvakningu þjóðarinnar. Allir eigi að geta vel við unað. „Ég hvet til þess að menn andi rólega og taki þessu sem eðlilegum hlut.“

Aðspurður um þann möguleika að ríkisstjórnin ákveði að draga lögin til baka sem samþykkt voru um ríkisábyrgð á Iceave skömmu fyrir áramót, segist Ögmundur ekki ætla að fullyrða um. Slík ákvörðun árið 2004 varðandi fjölmiðlalögin hafi verið umdeild. „Þá töldu ýmsir að þar sem forsetinn hefði synjað lögunum staðfestingar ætti þjóðin rétt á atkvæðagreiðslu. Það var réttur þeirra sem vildu samþykkja lögin. Ég var þeirrar skoðunar á þeim tíma að sú ríkisstjórn hefði ekki verið að gera rangt þegar hún dró lögin til baka. Hver niðurstaðan verður núna ætla ég ekki að dæma um," segir Ögmundur ennfremur.

„Ríkisstjórnin á að geta lifað góðu lífi, hef tekið svo djúpt í árinni að segja að hún hafi ekki leyfi til að fara frá útaf þessu máli. Það getur ekki verið ástæða að hverfa úr stjórnarráðinu þegar þjóðin er spurð álits á tilteknu máli, sem vitað er að þverpólitískar deilur eru um. Það er enginn áfellisdómur á ríkisstjórnina," segir Ögmundur Jónasson. 

mbl.is

Innlent »

Drengir yngri en 11 ára horfa á klám

11:11 Íslenskir drengir eiga Norðurlandamet í klámáhorfi og meðalaldur íslenskra drengja er 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Margir eru því mun yngri en 11 ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Þetta kom fram í erindi Kolbrúnar Hrundar Sigurgeirsdóttur, verkefnastjóra jafnréttismála. Meira »

Komið til móts við gagnrýni

10:57 Til stendur að fara yfir gagnrýni sem komið hefur fram á reglugerð um útlendingamál sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undirritaði á dögunun og kanna hvernig hægt verður að koma til móts við hana. Meira »

Segir hugmyndir Eyþórs galnar

10:36 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir hugmyndir frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um varðandi Keldnahverfi óraunsæjar og skorta framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Meira »

Aðalmeðferð í næsta mánuði

10:34 Aðalmeðferð í máli karlmannsins, sem er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til sam­ræðis í nokk­ur skipti eft­ir að hafa gefið hon­um mikið magn lyfja í um viku­tíma, hefst föstudaginn 13. apríl fyrir héraðsdómi Reykjaness. Meira »

Kæra innflutning landbúnaðaráhalda

10:31 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meint brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Í tilvikinu sem um ræðir voru flutt inn notuð landbúnaðaráhöld frá Danmörku og þau afhent kaupanda án tollafgreiðslu, samkvæmt fréttatilkynningu frá Matvælastofnun. Meira »

Hvaða samfélagsmiðlatýpa ertu?

10:26 Í morgunspjalli dagsins í morgunþættinum Ísland vaknar var talað um allt mögulegt, eins og venjulega.  Meira »

2,4% atvinnuleysi í febrúar

09:14 Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 198.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í febrúar 2018, sem jafngildir 80,1% atvinnuþátttöku. Meira »

Vilja skýrslu um „hulduaðila“

10:21 Hópur þingmanna hefur óskað eftir skýrslu frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis. Óskað er eftir því að þeirri spurningu verði meðal ananrs svarað hvort mögulegt sé „að greina aðkomu og hlutdeild hulduaðila í síðustu tvennum kosningum til Alþingis og hvort og þá hvernig komið verði í veg fyrir nafnlausar kosningaauglýsingar og áróður.“ Meira »

Þakklát fyrir að hafa sest í sófann

09:14 Litlu mátti muna að illa færi á heimili Sólveigar Láru Kjærnested fyrir stuttu þegar lítill leikfangabolti í samstarfi við sólina kveikti næstum því í sófanum í stofunni. Meira »

„Ekki óeðlilegt að hafa áhuga á útlitsþáttum“

09:00 „Það er ekki óeðlilegt að við höfum áhuga á útlitsþáttum í eigin fari og annarra. Áhugi á útliti liggur djúpt í mannseðlinu. Talað er um kynval í þróunarlíffræði því við erum ein af þeim tegundum sem notar meðal annars útlitsþætti þegar við veljum okkur maka,“ segir sálfræðingur um áhrif hugsana um eigið útlit á líðan ungmenna. Meira »

Skora á stjórnvöld að stórefla skógræktina

08:57 Raunhæft er að binda eina milljón tonna af koltvíoxíði árlega í íslenskum skógum um miðja öldina. Um leið mætti stórauka tekjur af skógrækt. Meira »

Kaupir Ráðagerði á 100 millj. króna

08:37 Kaup Seltjarnarnesbæjar á húsinu Ráðagerði, því vestasta í bænum, fyrir 100 milljónir króna eru í höfn. Bærinn hafði forkauprétt á húsinu sem var byggt árið 1890. Meira »

Vill afnema 25 ára regluna

08:28 „Ég vil afnema hina svo kölluðu 25 ára „reglu“ við innritun nemenda í framhaldsskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í aðsendri grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Krapi og éljagangur á heiðavegum

07:03 Krapi og éljagangur er á Hellisheiði en snjóþekja og éljagangur á Mosfellsheiði og Kjósarskarði.  Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda

06:55 Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Hamrahlíðar í gærkvöldi. Tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 18.30. Meira »

Flutningabíll valt

07:48 Flutningabíll valt á Vestfjarðavegi í Vattarfirði um klukkan 2 í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum er talið að meiðsl bílstjórans hafi verið minniháttar. Meira »

Á vespu á 61 km/klst

07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi afskipti af fjórtán ára réttindalausum ökumanni vespu á Brúnavegi vegna hraðaaksturs. Meira »

Ölvuð með börnin í bílnum

06:52 Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíl á Höfðabakka í Reykjavík. Ökumaðurinn var ung kona og var hún handtekin grunuð um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án ökuréttinda Meira »
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...