Meirihlutinn styður ákvörðun forsetans

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í gær
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í gær mbl.is/Ragnar Axelsson

Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnun MMR í gær og í dag, alls 877 einstaklingar, styðja þá ákvörðun forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að að staðfesta ekki nýju Icesave lögin. 56% segjast styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki nýju Icesave lögin. 42% segjast myndu staðfesta Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ríflegur helmingur svarenda (55,7%) segjast styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki nýju Icesave lögin og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta eru töluvert færri en sögðust því fylgjandi að forsetinn synjaði lögunum og vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu í desember síðast liðnum (skv. könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið). En þá voru 69,2% sem töldu að forsetinn ætti að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Litlu fleiri– eða 58,0% - segjast myndu kjósa á móti Icesave lögunum yrðu þau borin upp til kosninga í dag. Sem þýðir um leið að 42% svarenda segjast reiðubúin til að staðfesta lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Áberandi andstaða er við ákvörðun forsetans um að staðfesta ekki nýju Icesave lögin meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar, en 76,3% þeirra kváðust ekki styðja ákvörðun forsetans. Á hinn bóginn voru 80,6% þeirra sem sögðust ríkisstjórninni andvígir sem kváðust styðja ákvörðun forsetans," að því er segir í fréttatilkynningu frá MMR.

Sjá fréttatilkynningu MMR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert