Beðið svara frá Hollendingum og Bretum

Jóhanna Sigurðardóttir telur enn líkur á að Bretar og Hollendingar vilji setjast að samningaborðinu með Íslendingum þótt enn liggi ekki fyrir skýr svör þess efnis.

Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum sögðu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar að þótt engin niðurstaða lægi fyrir um samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um hugsanlega samninganefnd hefðu verið samþykktar verklagsreglur sem slík nefnd ynni eftir ef af fundum verður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina