Tilboð berst á morgun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn

Íslensk stjórnvöld fá tillögu eða tilboð um lausn í Icesave-málinu frá breskum og hollenskum stjórnvöldum á morgun. Þetta staðfestir Elías Jón Guðjónsson, fjölmiðlafulltrúi fjármálaráðuneytisins. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að hann myndi hafna tilboði frá Bretum og Hollendingum ef það snérist aðeins um breytilega vexti á Icesave-láninu í stað fastra vaxta.  

Sigmundur Davíð sagði við Útvarpið, að tilboð af þessi tagi, séu fréttir um það réttar, gangi skemur en það sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, hafi látið hafa eftir sér í fjölmiðlum. Líklegt sé að um sé að ræða tilboð samið af einhverjum embættismanni í Hollandi.  

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor, sagði í Ríkisútvarpinu að breytilegir vextir geti lækkað vaxtabyrði Íslendinga vegna lánsins verulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert