„Frábær“ dagur í Bláfjöllum

Meira en 2.000 manns komu í Bláfjöllin í dag.
Meira en 2.000 manns komu í Bláfjöllin í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Dagurinn var frábær,“ sagði Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða Reykjavíkur en opnað var í fyrsta sinn í Bláfjöllum í vetur í dag. Meira en 2.000 manns komu í Bláfjöllin í dag þótt einungis fimm lyftur af fimmtán væru opnar. 

„Það vantar ennþá snjó í fullt af brekkum,“ sagði Magnús. Hann sagði að gestir hafi ekki látið vindstrekking né brekkuleysi aftra sér frá því að mæta. „Fólk var greinilega orðið þurfandi eftir að komast á skíði.“

„Það voru biðraðir - þetta var bara eins og í gamla daga,“ sagði Magnús. Biðraðir voru í stólalyfturnar í Kóngsgili en þær voru báðar í gangi. Magnúsi líst vel á framhaldið og sér hann fram á að opið verði meira og minna út alla vikuna.

„Eitthvað á eftir að bæta við snjó í vikunni. Það snjóar eitthvað á morgun og svo aðfaranótt miðvikudags. Vonandi verður það bara sem mest þannig að við getum opnað fleiri lyftur,“ sagði Magnús glaður í bragði. 

Gönguskíðabraut var lögð, en bara stuttur hringur í dag. Magnús sagði að gönguskíðafólk væri fljótt að koma um leið og svæðið opnaði. 

Unga fólkið var fljótt að taka við sér og mætti …
Unga fólkið var fljótt að taka við sér og mætti í fyrstu skíðarútuna sem fór í Bláfjöll klukkan 16:15 í dag. Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert