Fá ekki að leggja hald á fé

Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu ríkislögreglustjóra um heimild til að leggja hald á 1,7 milljarða króna innistæður tveggja félaga á bankareikningum hjá Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) í Svíþjóð. Málið gengist rannsókn á brotum á gjaldeyrislögum.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á kröfu ríkislögreglustjóra um að leggja hald á féð en sænsk stjórnvöld höfnuðu beiðni um að framfylgja þeim úrskurði á þeirri forsendu að meint brot væru ekki refsiverð þar í landi. Segir Hæstiréttur, að af þessum sökum verði  úrskurðinum ekki framfylgt.

Málið tengist rannsókn á meintu broti félags og einstaklinga því tengdu vegna gruns um að hafa stundað ólöglega milligöngu um gjaldeyrisviðskipti. Eru viðkomandi grunaðir um að hafa hagnast gífurlega með því að hafa ólöglega milligöngu, fyrir útflytjendur og aðra eigendur gjaldeyris, um skipti á erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur á svonefndum aflandsmarkaði.

Gríðarlegur hagnaður

Fram kom nýlega hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og Seðlabankanum, að verið væri að rannsaka starfsemi fyrirtækisins Aserta AB, sem skráð er í Svíþjóð, og fjögurra einstaklinga, því tengdu, sem taldir eru hafa haft raunverulega stjórn á félaginu.

Í greinargerð lögreglu, sem lögð var fyrir héraðsdóm, kemur fram að hagnaður af þessum viðskiptum hafi verið gríðarlegur enda hafi mismunur á gengi krónunnar hjá Seðlabankanum annars vegar og á aflandsmarkaði hins vegar numið tugum prósenta þegar mest var.

Brotin eru talin hafa verið framin með að taka við greiðslum í útlöndum í erlendum gjaldeyri inn á bankareikninga í nafni fyrirtækisins, sem forsvarsmenn þess síðan eru taldir hafa skipt yfir í krónur á aflandsgengi í viðkomandi bönkum. Krónurnar voru síðan millifærðar inn á reikninga þessara aðila í íslenskum bönkum en millifærðar þaðan til sömu aðila eða tengdra aðila. Með þessu högnuðust útflytjendurnir umtalsvert með því að þeir fengu fleiri krónur fyrir þann erlenda gjaldeyri sem þeir fengu fyrir útfluttar vörur og þjónustu.

Fyrirtækið og einstaklingarnir eru talin hafa fengið umtalsverða þóknun fyrir milligöngu sína, sem lögregla segir hafa verið ólöglega þar sem þau höfðu ekki leyfi til slíkra viðskipta. 

Stjórnarmenn taldir vera leppar

Fyrirtækið er skráð í Svíþjóð. Stjórnarmenn félagsins samkvæmt upplýsingum frá Svíþjóð starfa hjá fyrirtæki, sem býður upp á þá þjónustu að vera í stjórn fyrirtækja fyrir félög. Fyrirtækið hefur skráð heimilisfang sitt hjá því fyrirtæki. Efnahagsbrotadeild hefur grunsemdir um að stjórnarmennirnir séu eingöngu leppar í stjórn félagsins en raunveruleg stjórn sé í höndum fjórmenninganna, sem eru allir skráðir til heimilis í Bretlandi. Hins vegar hefur lögreglan rökstuddan grun um að þeir séu allir búsettir hér á landi og starfi hér.

Á tímabilinu frá 25. mars til 5. október 2009 bárust verulegar fjárhæðir í íslenskum krónum inn á reikninga í eigu Aserta hjá Íslandsbanka og Landsbanka Ísland, eða tæplega 13,2 milljarðar króna. Stærstur hluti þessa fjár, 11,45 milljarðar, bárust í 100 millifærslum frá SEB bankanum í Svíþjóð inn á bankareikning Landsbanka Íslands.

Af innlendum bankareikningum félagsins hjá íslenskum bönkum má að sögn lögreglu sjá, að félagið greiddi til í það minnsta 95 aðila í 731 útborgun samtals að fjárhæð 13 milljarða. Af bankagögnum megi einnig sjá að fjórmenningarnir fengu samtals 142,5 milljónir króna greiddar inn á sína persónulega reikninga hér á landi frá fyrirtækinu.

Taldir geyma ávinning í útlöndum 

Lögreglan segir, að rökstuddur grunur sé um að sakborningarnir geymi ávinning, hafi umbreytt honum í annan gjaldmiðil eða eftir atvikum leyni ávinningi fyrirtækisins af brotum þeirra og félagsins á reikningum hjá SEB bankanum í Svíþjóð. Slíkt sé sjálfstætt refsilagabrot.

Innistæður á reikningum félagsins eru taldar ávinningur sakborninga og vitorðsmanna þeirra sem geti verið grundvöllur refsiábyrgðar og upptöku ávinningsins. Af reikningsyfirlitum sakborninga á Íslandi verði ekki séð að þeir hafi nema í litlum mæli flutt til Íslands ávinning af brotum sínum heldur kunni hann að vera staðsettur erlendis og þá líklega á reikningum félagsins hjá SEB bankanum.

Efnahagsbrotadeild lagði fram ósk um liðsinni sænskra yfirvalda við að kyrrsetja eigur fyrirtækisins í Svíþjóð. Sænsk yfirvöld höfnuðu beiðni efnahagsbrotadeildar á grundvelli tvöfaldrar refsinæmi en þar í landi séu meint sakarefni í máli þessu ekki refsiverð. Lögreglan áætlar að hagnaður af viðskiptunum nemi 1,695 milljörðum króna miðað við að gengismunurinn sé að meðaltali 15% sem sé varlega áætlað. 

mbl.is

Innlent »

Frumvarpið í raun dautt

11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Það var hvergi betra að vera

11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »

Þjófurinn skilaði úrinu og baðst afsökunar

11:24 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nýverið erfðagripur sem ónefndur maður kom með á lögreglustöðina í Kópavogi. Um vasaúr úr gulli var að ræða og sagði maðurinn að þetta væri gamalt þýfi. Í bréfinu sem fylgdi úrinu var beðist fyrirgefningar á hversu seint því væri skilað, en betra væri seint en aldrei. Meira »

Tveir menn féllu í sjóinn

10:13 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk björgunarskips frá Skagaströnd voru kallaðar út um hálfníuleytið í morgun vegna tveggja manna er féllu í sjóinn við Stóru-Ávík. Meira »

Þurfi að endurskoða sínar ávísanavenjur

10:03 Draga verður úr ávísunum tauga- og geðlyfja til að sporna við andlátum vegna ofskömmtunar lyfja á Íslandi. Margir læknar sem ávísa lyfjum eins og fentanyl, morfíni, metylfenidati, tramadóli, Parkódín forte og oxýkódoni þurfa að endurskoða sínar ávísanavenjur. Meira »

Ungt par tekið með kókaín í Leifsstöð

09:24 Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál sem upp kom þegar ungt íslenskt par kom til landsins með tvær ferðatöskur sem í voru falin á fjórða kíló af kókaíni. Parið var að koma frá Tenerife 10. mars síðastliðinn þegar lögregla handtók það í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Steypir heilbrigðiskerfinu ef ekkert er gert

09:55 „Það slær mann hversu lítinn stuðning kerfið býður fólki, það er óhóflega löng bið í öll úrræði og margir aðstandendur eru búnir á sál og líkama,“ segir Steinunn Þórðardóttir, lyf- og öldrunarlæknir Meira »

Suðurpólför á sólarknúnum plastbíl

08:20 Hollenski ofurhuginn Edwin ter Velde ætlar er búinn að smíða sólarknúinn bíl úr endurunnu plasti sem hann hyggst keyra 2300 km leið á Suðurpólnum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Arctic Trucks sem mun fylgja með eigin bíl og mann. Bíllinn hefur að undanförnu verið í prófunum hér á landi. Meira »

Margt borðar í opinberum mötuneytum

08:18 Ætla má að hátt í 150 þúsund manns eigi reglulega kost á að borða í mötuneytum á vegum hins opinbera. Ef miðað er við að tveir þriðju þeirra noti fríðindin borða um 100 þúsund manns í opinberum mötuneytum. Meira »

Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

07:57 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Meira »

Nokkur dægursveifla í hita

07:47 Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Meira »

Engan skúr að fá fyrir karla

07:37 „Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni.“ Meira »

Skattbyrði lægstu launa þyngdist

05:30 Nýir og uppfærðir útreikningar hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði einstaklinga eftir tekjuhópum milli áranna 2016 og 2017 leiðir í ljós að skattbyrði lægstu launa hélt áfram að aukast í fyrra en þessu var öfugt farið hjá tekjuhæsta hópnum. Meira »

Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið

05:30 Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg er tilbúið og á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að auglýsa það. Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn, eins og hávær krafa hefur verið um. Meira »

Kosningalög óbreytt um sinn

05:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að þingið hlusti á viðvörunarorð sérfróðra aðila áður en lög um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga verði samþykkt. Meira »

Óánægjuframboð í Eyjum?

05:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor, segir að það sé erfitt fyrir sig að tjá sig um hvað hafi falist í fundi hóps óánægðra sjálfstæðismanna í Eyjum í fyrrakvöld. Meira »

Loksins var tekið tilboði í göngubrú

05:30 Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði Skrauta ehf. í Hafnarfirði í gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Gömul ritvél óskast Þarf að vera með @
Áttu eina svoleiðis í gömlu dóti? Uppl. á netfanginu hagbokhald@vortex.is....
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
 
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...