Fjárhættuspil fyrir börn

Ásthildur Bragadóttir keypti 1000 króna gsm inneign fyrir dóttur sína í þeirri trú að hún gæti einungis eytt fyrrnefndri upphæð. Það kom henni því töluvert á óvart að fá um 6.300 króna símareikning eftir að dóttir hennar tók þátt í sms-leik þar sem fullyrt var að tíunda hvert sms hlyti vinning. Klukkutími líður áður en gjaldfært er af gsm inneigninni og gat dóttirin því sent fjölda sms skilaboða, sem hvert kostar 149 krónur áður en inneignin tæmdist. 

 Ásthildur segir einskonar fjárhættuspil fyrir börn og auglýsingar beinist að þeim.

ATHUGASEMD frá D3 sett inn klukkan 15:50

„D3 sér um viðkomandi leik fyrir Elko sem og mörg önnur fyrirtæki í landinu, en D3 er stærsti þjónustuaðili virðisaukandi þjónustu fyrir farsíma.
 
Það vandamál sem lýst er í nýtilkominni frétt um að viðskiptavinir með frelsi geti stofnað til skuldar, er aðeins að hluta rétt. Hjá öllum símfyrirtækjum (Síminn / Vodafone / Nova) fyrir utan Tal er ekki hægt að taka þátt nema að inneign sé til staðar. Viss vandamál hafa verið viðvarandi hjá Tali varðandi að staðfesta stöðu inneignar á rauntíma og höfum við skoðað þetta með starfsfólki Tals. Tæknileg vandamál eru á ábyrgð Tals og því getur D3 ekki lagfært vandann. Við höfum bent þeim á að við teljum ekki rétt að senda reikning á viðskiptavini þeirra þegar svona mál koma upp, þar sem viðskiptavinurinn er að tryggja sig fyrir því að reikningar fari ekki yfir ákveðna upphæð. Í mörgum tilfellum eru foreldrar að skammta börnum sínum frelsisnotkun og telja sig örugga um að notkunin fari ekki fram úr hófi.
 
Viljum við einnig koma því á framfæri að það er ekki ætlun D3 eða samstarfsaðila okkar að vera með svokölluð „fjárhættuspil“ fyrir börn.
Við teljum þetta vera skemmtilega leið til að markaðssetja vöru og gefa fólki tækifæri á að vinna sér inn áhugaverða glaðninga. D3 leggur sig fram við að kynna vel hvað felst í þátttöku t.d. með því að birta alltaf verð á leikjum, hverjar líkurnar eru á að vinna og hver vinningurinn er. Við leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar átti sig á formi leiksins.
 
Einnig hvetjum við foreldra til að útskýra fyrir börnum sínum svona þjónustur, þá er átt við þjónustur sem eru á yfirverði, svokallaðar virðisaukandi þjónustur, þar sem gífurleg aukning er á framboði slíkrar þjónustu í dag t.a.m kosningar fyrir Eurovision, styrktarlínur fyrir Rauða Krossinn o.s.frv.
 
Varðandi SMS sem viðkomandi fékk, þar sem leikur er auglýstur þá er skýringin sú að þeir sem taka þátt í SMS leikjum fara í SMS Klúbb og því fá þeir af og til SMS um leiki sem þessa. Þetta er tekið fram á öllum auglýsingum svo að fólk viti af þessu. Ef fólk vill afskrá sig úr SMS klúbbnum  getur það haft beint samband við okkur eða við símfyrirtæki sitt og óskað eftir að vera afskráð. Þegar við fáum ósk um afskráningu þá setjum við viðkomandi farsímanúmer á lista frá okkur og í framhaldi fær viðkomandi ekki SMS frá okkur. Ef viðkomandi vill afskrá sig er hægt að senda okkur vefpóst ásms@d3.is .
 
Eftir þessa frétt höfum við sent bréf á Tal og lýst því yfir að við munum loka fyrir aðgang viðskiptavina þeirra að þjónustum okkar ef þeir ná ekki að lagfæra þennan vanda. Við höfum veitt þeim nokkurra daga frest til þess og  samkvæmt nýfengnum upplýsingum þá eru þeir komnir með sitt tæknifólk í málið og vinna nú að því að endurbæta kerfið.
 
Við vonum að þetta varpi réttu ljósi á þessa ferla og leiðrétti þann misskilning að öll frelsisnúmer geti stofnað til skuldar og að þetta geti kallast „fjárhættuspil“ fyrir börn," segir í athugasemd frá D3.

Athugasemd frá Tali sett inn 11. mars kl. 16:50

Varðandi frétt sem birt var á mbl.is þann 10.mars „Fjárhættuspil fyrir börn“, vill Tal koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Tal hefur um langt skeið leitað leiða til að loka fyrir þjónustu á borð við þá sem D3 býður viðskiptavinum upp á. Frá og með gærdeginum hefur Tal, eitt fjarskiptafyrirtækja,  ákveðið að hætta með öllu samstarfi við D3 og gert viðeigandi ráðstafanir þess efnis.

Það er rétt sem fram kemur að upp hafa komið tæknileg atvik varðandi stöðu frelsis -inneignar á rauntíma, en þau mál eru í vinnslu.

Um leið og Tal harmar þetta tiltekna atvik fagnar fyrirtækið því að viðskiptavinir Tals geti héðan í frá verið vissir um að vera ekki gjaldfærðir vegna þjónustu D3.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bragi næsti stórmeistari í skák

18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 23/7, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...