Fréttaskýring: Harpan mun skapa mikinn gjaldeyri

Mikill fjöldi sótti samkomuna sem haldin var í Hörpunni á ...
Mikill fjöldi sótti samkomuna sem haldin var í Hörpunni á fimmtudaginn þar sem kynntir voru möguleikar hússins til ráðstefnuhalds. Ómar Óskarsson

Aðstandendur Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Portusar ehf. boðuðu í vikunni fulltrúa 300 stærstu fyrirtækja landsins og ýmissa fagaðila til samkomu í nýbyggingu nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu við Reykjavíkurhöfn til að kynna þeim möguleika sem Harpa skapar til alþjóðlegs ráðstefnuhalds hérlendis. Með samkomunni var ætlunin að blása til stórsóknar í þágu Hörpunnar á alþjóðlegum ráðstefnumarkaði.

Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Portusar, tókst samkoman í alla staði mjög vel. Gestir hafi fyrst og fremst verið fólk sem hafi áhrif og sambönd í heimi fagfélaga og viðskiptalífs og þeir hafi verið hvattir til að koma Íslandi og Hörpu á framfæri erlendis sem áhugaverðum ráðstefnustað. „Harpa verður tekin í gagnið í maí 2011. Húsið mun gjörbreyta öllum forsendum til ráðstefnuhalds á Íslandi enda aðstæður til slíkrar starfsemi með þeim glæsilegustu sem þekkjast,“ segir Pétur.

Eftir miklu að slægjast

Og það er eftir miklu að slægjast að sögn Péturs. Tíu 1.000 manna ráðstefnur eru taldar skila til dæmis um 260 milljónum króna í virðisaukaskatti, eingöngu af ráðstefnugjöldum og hótelkostnaði. Því til viðbótar fylgja tekjur af flugvallasköttum og af virðisaukaskatti vegna almennrar eyðslu ráðstefnugesta sem hingað koma.

Um 20.000 manns komu til Íslands á árinu 2009 vegna ráðstefnuhalds eða tæplega 4% erlendra ferðamanna hér á landi. Áætlað er að alþjóðlegur ráðstefnumarkaður velti jafnvirði yfir 1.500 milljörðum íslenskra króna á ári. Hlutur Íslands í þeim „potti“ er einungis 0,3%. Þegar nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa verður tekið í notkun gjörbreytast forsendur Íslendinga til að sækja fram á þessum mikilvæga markaði og auka verulega hlut sinn.

Forráðamenn Hörpu segja að vaxandi áhugi sé fyrir ráðstefnuhaldi í Hörpu. Reynslan sýni að ráðstefnum og fundum fjölgi þegar stórar ráðstefnumiðstöðvar séu teknar í gagnið.

Kristín Heimisdóttir, formaður Tannréttingafélags Íslands, ávarpaði gesti í Hörpu í tilefni af því að ein þeirra ráðstefna, sem þegar er búið að bóka í húsið, er Evrópuþing tannréttingasérfræðinga árið 2013. Kristín fagnaði sérstaklega áræðni og framsýni þeirra sem stuðluðu að því að ljúka framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið.

„Þinghaldinu fylgir engin fjárhagsleg áhætta fyrir okkur en hins vegar þurfum við á mörgum fagaðilum að halda, svo sem listamönnum, matreiðslumönnum og tæknifólki. Hingað koma um 2.000 manns og dvelja í vikutíma á hótelum, borða á veitingastöðum og skilja eftir gjaldeyri sem íslensk þjóð þarf svo sannarlega á að halda,“ sagði Kristín.

Að sögn Péturs hafa fleiri stórir hópar pantað húsið nú þegar, t.d. ætli vegagerðarmenn að halda 1.300 manna ráðstefnu þar árið 2012.

AÐSTAÐAN 1. FLOKKS

AÐSTAÐAN í ráðstefnuhúsinu Hörpu verður mjög sveigjanleg í uppsetningu og allur tæknibúnaður hinn fullkomnasti, samkvæmt upplýsingum Péturs J. Eiríkssonar.

Þrír salir eru á annarri hæð og er tónleikasalurinn stærstur.

Að auki eru tveir fundarsalir á fyrstu hæð og átta minni fundarherbergi eru á fyrstu og fjórðu hæð. Stórt forrými er á fyrstu og annarri hæð, sem nýtist vel fyrir sýningar, móttökur og veislur. Gott eldhús verður í húsinu, veitingastaður og útsýnisbar á fjórðu hæð og kaffihús á fyrstu hæð.

Að sögn Péturs mun stærsti salurinn taka um 1600 manns en mismunandi er hve minni salirnir rúma marga. Alls geta 3-4000 manns verið í húsinu í einu.

„Það verður auðveldlega hægt að vera með fleiri en eina ráðstefnu í gangi í húsinu samtímis.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Suzuki GS 1000L Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
PENNAR
...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...