Rektorar lýsa yfir áhyggjum

Opinber framlög til háskólastigsins sem hlutfall af landsframleiðslu eru samkvæmt ...
Opinber framlög til háskólastigsins sem hlutfall af landsframleiðslu eru samkvæmt upplýsingum OECD mikið lægri hér á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Rektorar íslenskra háskóla lýsa yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð á fjárveitingum til háskólanáms. Á þessu ári og því síðasta hafa íslenskir háskólar tekið á sig skerðingu sem nemur 8,5 – 15% af  heildarfjárveitingum og samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneyti er gert ráð fyrir 25 – 30% niðurskurði til viðbótar á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér.

Fjárframlag miklu lægra hér

Rektorar telja augljóst að stórlega skert fjárframlög geri að engu uppbyggingu síðustu ára og veiki háskólakerfið einmitt nú þegar brýnt er að beita því til viðreisnar og endurbyggingar.

„Opinber framlög til háskólastigsins sem hlutfall af landsframleiðslu eru samkvæmt upplýsingum OECD (Education at a Glance 2009) mikið lægri hér á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum, eða sem nemur 35 – 65%.

Til þess að ná sambærilegum framlögum við það sem þar gerist þyrfti að hækka þau hér um sem nemur um 7 – 13 milljörðum á ári. Þetta sýnir að íslenskir háskólar hafa fram að þessu boðið fram menntun á fjölbreyttum sviðum fyrir umtalsvert minna fé en háskólarnir á hinum Norðurlöndunum," segir í ályktun þeirra.

 Sameiginlegt markmið að tryggja gæði menntunar

Einföldun háskólakerfisins með stórauknu samstarfi og meiri verkaskiptinu, sem jafnvel getur leitt til sameiningar stofnana, er úrræði sem margir telja að geti skilað mestum sparnaði. Rektorar háskólanna taka virkan þátt í vinnu um þessi mál, enda sameiginlegt markmið þeirra að tryggja gæði háskólamenntunar á Íslandi. Þeir leggja áherslu á að raunverulegir kostir verði settir fram og fengin samstaða innan háskólasamfélagsins um á hvaða forsendum verði byggt við mat á kostunum. Ávinningur af nýrri skipan háskóla er hins vegar langt frá því að vera í hendi og því beinlínis misleiðandi að reikna hann til tekna fyrir skólana nú þegar niðurskurðarhnífnum er beitt, segir í ályktun sem þeir hafa sent frá sér.

„Háskólarnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu og framþróunar á öllum sviðum atvinnulífs og menningar. Með því að virkja þá miklu þekkingu og kunnáttu sem býr innan háskólanna má skapa ný verðmæti, efla gagnrýna hugsun og auka víðsýni. Þetta er ennþá augljósara þegar ríkir kreppuástand eins og hér, og benda rektorar á þá uppbyggingu háskólamenntunar og rannsókna sem varð burðarás í endurreisn Finnlands eftir kreppuna þar í byrjun síðasta áratugar.

Rektorar skora á íslensku þjóðina að nýta sér kraft háskólanna til endurreisnar samfélagsins, snúa vörn í sókn, og horfa á vandamálin sem tækifæri til frumlegra lausna. Þjóðin verður að horfa fram úr vandanum, virkja mannauðinn, hvetja til sköpunar, og sækja fram samhent og einbeitt til bjartari tíma. Háskólarnir verða  í fararbroddi þeirrar sóknar," segir ennfremur í ályktuninni sem eftirtaldir rektorar rita undir.

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík

Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst

Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum

Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri

mbl.is

Innlent »

Tvær líkamsárásir á menntaskólaballi

09:58 Tvær líkamsárásir eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir skólaball á vegum Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi, sem fram fór í gærkvöldi. Enginn er þó í haldi vegna þeirra og áverkar þeirra sem fyrir þeim urðu eru minniháttar. Meira »

Loftslagsmálin vinsælt fréttaefni

09:20 Fréttum um umhverfismál hefur fjölgað um tæp 80% á fimm árum og 56% aukning hefur orðið á fréttum um plast á síðustu þremur árum. Þetta kom fram í ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, á umhverfisráðstefnu Gallup í morgun. Meira »

Lögreglan varar við hálku

07:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar vegfarendur við hálku sem er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. Hún getur verið sérstaklega varasöm víða á göngustígum og bifreiðastæðum. Meira »

Flestar tegundir úrkomu í boði

06:52 Veður næstu tveggja sólarhringja verður ansi breytilegt og búast má við að flestar úrkomutegundir sem í boði eru komi við sögu. Í dag er gert ráð fyrir éljum ansi víða en við suður- og suðvesturströndina verður úrkoman frekar skúrakennd, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fimm lögreglumál á einni skemmtun

06:32 Fimm mál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við skemmtanahald í Árbænum. Um var að ræða líkamsárásir og ölvun. Öll atvikin áttu sér stað á sömu skemmtuninni. Meira »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

05:30 „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

05:30 Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

05:30 Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira »

Gróðurhvelfingar rísi í Löngugróf

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestunar á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp af sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu liðsmenn sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri stebbi_75@hotmail.com sími 659 5648...
Söngkona óskast Óska eftir Söngkonu c.a
Söngkona óskast Óska eftir söngkonu ca 40-50 ára. Uppl. antonben@simnet.is...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...