Fljúga yfir Eyjafjallajökul

Eyjafjallajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Mest er vitað ...
Eyjafjallajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Mest er vitað um gosið 1821 til 1823. rax

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hefur í vikunni flogið reglulega yfir Eyjafjallajökul vegna jarðhræringa á svæðinu. Jarðvísindamenn hafa verið með í för og hafa þeir skoða jökullinn og tekið myndir.  Ennþá er í gildi óvissustig sem Almannavarnir gáfu út föstudaginn 4. mars.

Ennþá eru smáskjálftar í Eyjafjallajökli, en síðustu tvo daga hafa þeir þó verið færri en dagana þar á undan. Áfram er fylgst vel með jöklinum.

Á vef Almannavarna segir að óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Á þessu stigi hefst samráð milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat er aukið og er flug með TF-SIF liður í því ferli, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Atburðurinn er skilgreindur og hættumat framkvæmt reglulega til að meta stöðuna hverju sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina