Söfnunarátaki lýkur í kvöld

Guðlaugur V. Antonsson er meðal þeirra sem keppa til úrslita …
Guðlaugur V. Antonsson er meðal þeirra sem keppa til úrslita í mottukeppninni í kvöld.

Söfnunarátakinu Karlmenn og krabbamein – mottu-mars lýkur í kvöld með söfnunarþætti í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2. Þegar hafa safnast yfir 26 milljónir króna til stuðnins átakinu en söfnunarféð verður notað til styrktar rannsóknar- og forvarnarstarfi Krabbameinsfélagsins.

Þjóðin velur einnig mottumeistara Krabbameinsfélagsins  með símakosningu í söfnunarþættinum  úr hópi hinna fimm efstu úr einstaklingskeppninni. Efstu keppendurnir eru Rúnar Sigurðsson, Sveinn Magni Jensson, Hinrik Greipsson, Hilmar Harðarson og Guðlaugur V. Antonsson. 

Meðal skemmtikrafta sem koma fram má nefna Hjálma, Baggalút, Jón Gnarr, Pétur Jóhann, Þorstein Guðmundsson, Karlakórinn Fóstbræður, Nýja dönsk, Sálina hans Jóns míns, Egil Ólafsson og Gunnar „Frímann" Hansson auk grínatriða eftir  Sigurjón Kjartansson og Jóhann Ævar Grímsson. Þátturinn verður undir stjórn Loga Bergmann, en Vilhelm Anton Jónsson stendur vaktina í símaverinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert