Hlaupið komið að Markarfljótsbrúnni

mbl.is/Ómar

Seinna hlaupið er komið inn að gömlu Markarfljótsbrúnni og er það nokkru minna en hlaupið sem kom niður fljótið um hádegisbil í dag.

Að sögn Gunnars Sigurðssonar vatnamælingamanns virðist hlaupið nú hafa náð hámarki. Töluvert vatnsmagn hafi bæst í fljótið að nýju, þó það sé ekki jafn kraftmikið og í morgun. „Það er um hundrað sentímetrum lægra en það mældist er fyrra hlaupið náði hámarki,“ segir Gunnar.

Hlaupsins er einnig orðið vart við Markarfljótsbrúnna og að sögn blaðamanns Morgunblaðsins á vettvangi vex yfirborð árinnar með hverri mínútu. Mikill krapi sé þá í ánni, mun meiri en vart varð en í fyrra hlaupinu. Segir blaðamaður yfirborð hlaupsins raunar svo þykkt að það minni helst á sand.

Hlaupið var þá nýbyrjað að flæða í gegnum austasta skarðið sem rofið var í  þjóðveginn í dag.

Varnargarðar hafa haldið alls staðar haldið frá Markarfljótsbrúnni til sjávar. Áfram verður vel fylgst með rennsli í fljótinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina