Svartsýni í atvinnuleysisspá Seðlabanka Íslands

Seðlabankinn spáir því að atvinnuleysið haldist áfram mikið
Seðlabankinn spáir því að atvinnuleysið haldist áfram mikið Reuters

Seðlabankinn spáir því að atvinnuleysi haldist mikið út árið og byrji ekki að minnka fyrr en snemma á næsta ári. Þannig hljóðar spá SÍ upp á 9,5% atvinnuleysi í ár en minnki svo niður í 8,9% á næsta ári og svo 6,7% árið 2012. Er þetta svipað fyrri spá bankans frá því í janúar.

Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram ða ljóst sé að Seðlabanki Íslands reikni með því, líkt og fleiri, að aðlögun á vinnumarkaðinn eftir áfallið um haustið 2008 komi til með að taka nokkur ár til viðbótar.

mbl.is

Bloggað um fréttina