Upptök eðjuflóðs á jöklinum sjálfum

Ratsjármynd sem tekin var af Eyjafjallajökli úr flugvél Landhelgisgæslunnar í …
Ratsjármynd sem tekin var af Eyjafjallajökli úr flugvél Landhelgisgæslunnar í dag.

Talið er að aurflóð, sem kom niður Svaðbælisá undir Eyjafjöllum í morgun, megi rekja til þess að  gjóska, sem legið hefur á jöklinum neðan 1200-1300 metra hæðar, hafi flotið fram og hreinsast af 4-5 km2 svæði. Við úrkomuna í nótt hefur gjóskan orðið vatnsósa, fengið eiginleika vökva og flætt fram sem grautur af ösku og vatni. 

Aurflóð kom niður Svaðbælisá ofan Þorvaldseyrar um klukkan 9 í morgun og vatnaði yfir varnargarða þegar það fór hæst.  Flóðið stóð fram eftir morgni en hafði fjarað mjög kl. 13.  Skyggni til jökulsins er ekkert en töluverð úrkoma hefur verið, a.m.k. til fjalla. Flóðið var samkvæmt frásögn sjónarvotta líkast fljótandi steypu.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor, segir að hlliðstæðir atburðir geti orðið á vatnsviði Laugarár og Holtsár og e.t.v. austar á jöklinum.

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið og tók myndir með ratsjá og sýna þær glögglega upptök aurflóðsins, að sögn Magnúsar Tuma.

mbl.is