Norskir bændur styðja íslenska starfsbræður

Aska út um allt undir Önundarhorni.
Aska út um allt undir Önundarhorni. mbl.is/Rax

Norska bændahreyfingin og fleiri fyrirtæki í Noregi hafa ákveðið að styðja við bakið á íslenskum bændum sem hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þeir hafa lagt 7 milljónir íslenskra króna í sjóð sem Bændasamtökum Íslands er ætlað að ráðstafa til þeirra bænda sem eiga í hlut.

Það eru norsku bændasamtökin Norges Bondelag, samvinnuhreyfingin Norske Felleskjöp, mjólkurvinnslufyrirtækið TINE,  kjötfyrirtækið Nortura, tryggingafélagið Gjensidige, áburðarframleiðandinn Yara og bankinn Landkreditt sem hvert um sig leggur 1 milljón íslenskra króna í sjóðinn, samkvæmt fréttatilkynningu.

Þeir hvetja jafnframt einstaka bændur, meðlimi í samvinnufélögum og starfsmenn innan norska landbúnaðargeirans til þess að leggja sjóðnum lið með frjálsum framlögum. Þeir skora einnig á önnur samtök og fyrirtæki sem tengjast norskum landbúnaði að leggja sitt af mörkum og sýna samstöðu í verki og hafa af því tilefni stofnað söfnunarreikning.

Í tilkynningu frá hópnum segir að íslenskir bændur standi frammi fyrir erfiðleikum vegna gossins og þeir bætist við þau áföll sem efnahagskreppan hefur haft í för með sér. Norðmennirnir segja mikilvægt að styðja við bakið á þeim bændafjölskyldum sem þurfa að hluta til að flytja burt af áhrifasvæði gossins en jafnframt að sinna búverkum. Það séu erfiðar ákvarðanir sem bændur þurfi að taka en nauðsynlegt sé að setja eigin heilsu og fjölskylduna í fyrsta sæti í slíkum aðstæðum.

Norskir bændur taka fram í fréttatilkynningu að rík hefð sé fyrir samstarfi milli þjóðanna sem eigi sér sameiginlega sögu og að mörg viðfangsefni séu hin sömu. „Við höfum staðið þétt saman í ýmsum málum í gegnum tíðina, m.a. hvað varðar fríverslunarsamninga GATT og WTO og í seinni tíð í afstöðunni til Evrópusambandsaðildar.“

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir í fréttatilkynningu að íslenskir bændur séu afar þakklátir fyrir þann stuðning sem berist nú frá norskum stéttarsystkinum.

„Stjórn Bændasamtakanna færir norskum bændum bestu þakkir fyrir þann samhug sem þeir sýna íslenskum bændum með þessari ákvörðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Norðmenn sýna okkur vinarþel,“ segir Haraldur og bætir því við að fjármunirnir verði notaðir til þess að hlúa að bændum og fjölskyldum þeirra. „Við höfum nú þegar auglýst sérstaka orlofsstyrki fyrir bændur en fjármunirnir frá Noregi gera okkur kleift að veita aukinn stuðning og aðstoða bændur sem hafa þurft að mæta áföllum vegna gossins. Það þarf að huga að heimilunum og gera það eftirsóknarvert fyrir bændur að búa á svæðinu. Að öðru leyti munum við útfæra þetta nánar á næstu dögum í samráði við heimamenn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mótmæla 8 hæða nýbyggingu

08:57 Borgarstjórn tekur í dag til lokaafgreiðslu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að átta hæða hús verði reist á óbyggðri lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs. Meira »

Jafn dagur klukkan 16:15

08:13 Vorjafndægur verða í dag, nákvæmlega klukkan 16:15. Á norðurhvelinu hefst vor en haust á suðurhvelinu þegar sólin færist norður yfir miðbaug himins. Meira »

Þrenn skil með rigningu

07:18 Í dag og á morgun ganga yfir landið þrenn skil með rigningu en mun úrkomuminna verður á milli. Undir helgi frystir með ofankomu. Meira »

Til ama á Barnaspítanum

06:55 Á tíunda tímanum í gærkvöld var kona í annarlegu ástandi handtekin á Barnaspítala Hringsins þar sem hún var til ama, eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Hlupu af vettvangi áreksturs

06:52 Þrír menn sem voru í bíl sem talinn er hafa verið valdur að árekstri á gatnamótum Kringlumýrarbraut og Suðurlandsbrautar um klukkan 1 í nótt stungu af frá vettvangi. Meira »

Börn eru alltaf börn

05:59 Þrátt fyrir að réttindi barna séu almennt vel tryggð á Norðurlöndunum er víða pottur brotinn hjá barnaverndaryfirvöldum að tryggja rétt barna sem eru á flótta og hafa sótt um alþjóðlega vernd. Meðal annars þarf að koma í veg fyrir að þau „týnist“ í kerfinu líkt og bent er á í nýrri skýrsu UNICEF. Meira »

Átök í loftslagsmálunum

05:30 Árni Bragason landgræðslustjóri segir það rétt sem komið hefur fram að samstarfið mætti vera betra innan loftslagshreyfingarinnar. Hart sé tekist á um takmarkaða fjármuni. Meira »

Vilja lækka kosningaaldur í 16 ár

05:30 Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, eða fimm nefndarmenn af níu, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, leggja til að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í sveitarstjórnarkosningum úr 18 árum í 16 verði afgreitt sem lög á yfirstandandi þingi. Meira »

Lokametrar 13 milljarða loðnuvertíðar

05:30 Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, áætlar að útflutningsverðmæti afurða úr 186 þúsund tonna loðnukvóta íslenskra skipa á vertíðinni geti numið um 13 milljörðum króna. Meira »

Nemendur stjórna mætingu í skólann

05:30 Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja ráða sjálfir hversu mikið þeir mæta í skólann upp að vissu marki. Fari fjarvistir yfir það er litið svo á að nemandi hafi sagt sig úr náminu. Meira »

Óvissa um hrefnuveiðar

05:30 Ekki liggur fyrir hvort hrefnuveiðar verða stundaðar í sumar af hálfu IP-útgerðar. Fyrirtækið hefur rætt ákvörðun um lokun veiðisvæða í Faxaflóa við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og skrifað ráðuneytinu vegna málsins. Meira »

Mikill áhugi á íslensku leiðinni

05:30 Grasrótin er að vakna varðandi leit að lækningu við mænuskaða og betri umönnun mænuskaddaðra, að sögn Auðar Guðjónsdóttur, stjórnarformanns Mænuskaðastofnunar Íslands. Meira »

Ný steinkápa á kirkjuna

05:30 Minjastofnun hefur úthlutað 2,5 milljónum króna til viðgerða á Akureyrarkirkju, en setja þarf nýja steiningu á suður- og austurhlið hennar eftir skemmdarverk sem unnin voru á guðshúsinu að næturlagi 4. janúar á síðasta ári. Meira »

Hilda Jana leiðir lista Samfylkingar

Í gær, 23:26 Hilda Jana Gísladóttir fjölmiðlakona leiðir framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem var samþykktur einróma á aðalfundi félagsins í kvöld. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda

Í gær, 23:08 Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Reykjavegar og Kirkjuteigs um hálftíuleytið í kvöld.  Meira »

Sjoppurekstur skilar litlu

05:30 Ekki er eftir miklum tekjum að slægjast í rekstri smáverslana olíufélaganna. Þetta er mat Snorra Jakobssonar, ráðgjafa hjá Capacent, eftir athugun á síðasta ársreikningi olíufélagsins Skeljungs. Olíufélögin reka smáverslanir á stöðvum sínum um land allt. Meira »

Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun

Í gær, 23:16 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungan karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og til að greiða fórnarlambi sínu 1,5 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Féll úr stiga en fær engar bætur

Í gær, 22:27 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfu fyrrverandi nemanda Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem féll þrjá metra niður úr stiga og lenti á malbiki við vinnu á kennslusvæði skólans við Hraunberg í Breiðholti. Meira »
Armbönd
...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...