Fréttamaður og þingmaður í leðjuslag

Nýklipptur Guðlaugur Þór Þórðarson og fréttamaðurinn Gísli Einarsson.
Nýklipptur Guðlaugur Þór Þórðarson og fréttamaðurinn Gísli Einarsson. Ómar Örn Ragnarsson

Keppt var í fleiru en venjulegum fótbolta á Fótboltadegi Skallagríms sem haldinn er hátíðlegur í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður lenti  í hörðum slag um knöttinn við fréttamanninn Gísla Einarsson er þeir áttust við í leðjubolta í Englendingavík.

Ásmundur Einar Daðason þingmaður mun einnig hafa barist hetjulega í leðjuboltanum.

Fótboltadegi Skallagríms í Borgarnesi lýkur með stórdansleik í Menningarhúsi Borgarfjarðar í kvöld.

mbl.is