Hanna Birna hefur ekki tekið ákvörðun um boð meirihlutans

Jón Gnarr og Hanna Birna Kristjánsdóttir
Jón Gnarr og Hanna Birna Kristjánsdóttir Eggert Jóhannesson

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavik, hefur ekki ákveðið hvort hún þiggi boð nýs meirihluta Besta Flokks og Samfylkingar um að taka sæti forseta borgarstjórnar. Sagðist hún í samtali við mbl.is ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.

Ný borgarstjórn tekur til starfa á þriðjudaginn.

mbl.is