Enn styrkja Hollendingar fátæka Íslendinga

Fjölskylduhjálp Íslands er til húsa að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík.
Fjölskylduhjálp Íslands er til húsa að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík.

Fjölskylduhjálp Íslands hefur fengið í þriðja skiptið styrk frá góðgerðarsamtökunum Varda í Hollandi.  Hafa góðgerðarsamtökin Varda styrkt Fjölskylduhjálp Íslands á þessu og síðasta ári um 1,5 milljón króna.  Styrkurinn var að þessu sinni þrjú þúsund evrur sem kemur sér ákaflega vel, að því er framkvæmdastýri Fjölskylduhjálparinnar, Ásgerður Flosadóttir segir.

Á miðvikudag, síðasta úthlutunardag Fjölskylduhjálpar Íslands sóttu 520 fjölskyldur um mataraðstoð hjá samtökunum.

mbl.is