Skorast ekki undan ábyrgð

Pétur Blöndal, alþingismaður
Pétur Blöndal, alþingismaður mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Pétur Blöndal, alþingismaður, segir að nokkrir hafi leitað til sín um að bjóða sig fram í embætti formanns. Hann segir það ábyrgð að bjóða sig fram en það sé líka ábyrgð að skorast undan ábyrgð. Pétur tilkynnti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.   Fer kosning formanns fram klukkan 13:30 í dag.

Hann segist aldrei hafa beðið um stuðning þegar hann hafi tekið þátt í prófkjörum heldur einungis boðið sig fram. Þetta sé ekki kappleikur heldur lýðræði. Hann sé ekki að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins, heldur með honum. Fólk eigi að geta kosið og lýðræði skaði ekki neinn.

Pétur fór yfir fyrri störf sín bæði á þingi og í atvinnulífinu. Hann segir verðtryggingu vera nauðvörn og á meðan ekki næst sátt um litla verðbólgu verði lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur að fá verðtryggingu á fé sitt.

Pétur sagði frá því hvernig hann hafi varað við krosseignatengslum, stöðu sparisjóða og bankanna löngu fyrir hrun. Ekki hafi verið hlustað á viðvaranir hans. Þær ekki einu sinni ræddar.

Pétur segir að það skorti á framsýni, lausnir og lausnir á vanda.

Hann segir að sjálfsögðu verði að fara að dómi Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin. Það sé hans vilji að Hæstiréttur felli þá dóma sem fella þurfi innan mánaðar þannig að bæði lánveitendur og lántakendur viti hver staða þeirra er. Það þurfi að skýra nákvæmlega hvað Hæstiréttur átti við og það þurfi að gerast hratt. 

Hugsa þurfi út fyrir kassann, að sögn Péturs þegar kemur að lausnum varðandi fjármálakerfið. Það þurfi að gefa þjóðinni von. Hvernig sjálfstæðismenn vilja sjá íslenskt þjóðfélag eftir 10 ár.

Hann telur ekki rétt að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið nú. Ekki sé rétt að fara inn á hnjánum og gegnum hundalúguna. 

Í skattamálum þurfi að stækka kökuna ,ekki vera upptekin af því hvernig eigi að skipta henni, að sögn Péturs.

Pétur gerði skuldastöðu landa að umtalsefni í framboðsræðu sinni. Hann segir að Ísland hafi alltaf verið skuldamegin - það séu þjóðir sem eigi eignir og vill að Íslendingar breyti um hugsunargang og komist eignamegin. Sveitafélög eigi ekki að safna skuldum og fyrirtæki eigi að vera með jákvætt eigið fé. Heimilin séu byrjuð að leggja fyrir. Ef þetta verði að veruleika þá þurfi ekki að óttast kreppu. Ef Íslendingar vilji aðra mynt þá bara kaupum við hana inn til landsins, segir Pétur.

Hann segir ógagnsæi valda því að fólk treysti ekki. Íslenskt þjóðfélag þurfi traust, íslenska þjóðin þurfi á trausti að halda. Menn verði að geta treyst stjórnmálamönnum.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins byggi á orðunum: frelsi ábyrgð og umhyggja. Pétur segist vera mjög ánægður með þessi orð. Frelsi einstaklinga eigi að ráða. Það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að segja fólki hvað það eigi að gera. Fólk eigi að ráða því hvort það borði sykur eða fari í ljós.

Hugsa þurfi um umhyggju. Það þurfi að hugsa um þá sem verði undir í lífinu og byggja upp gott velferðarkerfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á í íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

18:03 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag mann af ákæru um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa á vormánuðum 2015 ráðist á annan mann Meira »

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

17:54 „Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi. Meira »

Vantar 88 lögregluþjóna í Reykjavík

17:41 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir 88 lögregluþjóna vanta í Reykjavík til að fjöldi þeirra sé í samræmi við mannfjöldaaukningu svæðisins frá aldamótum. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

16:46 „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Flóð á Sæbraut

17:10 Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

16:20 „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »

Bifreið elti barn á heimleið

15:31 Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Krefst sýknu að öllu leyti

15:02 Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag. Meira »

Læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

14:55 Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Meira »

„Við erum í góðum málum“

14:32 Vorið er komið á Siglufirði ef marka má fréttaritara mbl.is og bæjarstjórann í Fjallabyggð, Gunnar Birgisson. Hitastigið í bænum er rétt tæpar tíu gráður og þar bærist vart hár á höfði. Meira »

Stálu 600 tölvum - þrír í haldi

14:57 Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »

Forsendur kjarasamninga brostnar

14:35 Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

14:23 Veðrinu hefur slotað og ófanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Vegurinn er því opinn. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 23/7, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...