Tekist á um jafnrétti í Sjálfstæðisflokknum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. Heiðar Kristjánsson

Hart var tekist á um jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkt var í miðstjórn flokksins hinn 23. júní sl., á landsfundi sem nú stendur yfir. Í pontu stigu sjö karlar og þrjár konur, og fóru margir mjög neikvæðum orðum um stefnuna.

Í stefnunni er t.d. talað um að markmið flokksins sé að stuðla að jafnri stöðu kynjanna og að við skipan í nefndir og ráð á vegum flokksins skuli stefnt að „jöfnum hlut kvenna og karla alls staðar þar sem því verður við komið.“ 

Hæfileikar ráði för, ekki kynferði

Fyrstur tók til máls Kjartan Vídó, sem gagnrýndi harðlega jafnréttisstefnuna og sagði Sjálfstæðisflokkinn hljóta að leggja áherslu á að hæfileikar ráði för, en ekki kynferði.

Viðar Freyr Guðmundsson tók næstur til máls og sagðist lesa „kynjakvóta“ út úr stefnunni og bætti því við að engan afslátt ætti að gefa á þá kröfu að fagþekking væri látin ráða við skipan í nefndir og ráð. Sagði hann stefnuna algjöra rökleysu.

Ólafur Hannesson kallaði stefnuna bull, reif blaðið sem hún var rituð á, og sagði hana ekki samrýmast stefnu flokksins.

Einnig var gagnrýnt að ekki skyldi minnst á t.d. einstaklinga með erlent ríkisfang í stefnunni og var því haldið fram að ekki væri um jafnréttisstefnu, heldur kynjastefnu, að ræða.

Sagði eitthvað að í flokknum

Eftir að töluverð gagnrýni hafði verið sett fram á stefnuna steig Illugi Gunnarsson í pontu og hélt mikla ræðu þar sem hann sagði jafnréttismálin vera eitt mesta hagsmunamál sem Sjálfstæðisflokkurinn standi frammi fyrir. „Það hefur valdið mér vaxandi heilabrotum hvernig stendur á því að ... skipting embætta á milli karla og kvenna hefur ekki lagast nógu hratt. Og það er alvöru mál.“

Þá sagði hann að alls ekki væri verið að leggja fram kynjakvóta, né falla frá þeirri kröfu að hver og einn einstaklingur eigi að vera metinn að verðleikum, heldur einmitt verið að fylgja þeirri kröfu eftir.

„Við hljótum að horfast í augu við það, að það er eitthvað að í flokknum,“ sagði Illugi um hina ójöfnu kynjaskipinu í ráðum á nefndum á vegum Sjálfstæðisflokksins.

Ekki róttækur femínismi

Erla Ósk Ásgeirsdóttir benti á að flokkurinn hafi ávalt verið á móti kynjakvótum og barðist gegn lögum um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Fagnaði hún stefnunni sem væri í anda flokksins.

Tryggvi Þór Herbergsson, þingmaður, sagði stefnuna hógværa og samrýmast vel þeim markmiðum sem flokkurinn vildi stefna að. Ekki væri um að ræða róttækan femínisma. „[Stefnan] er akkúrat í anda Sjálfstæðisflokksins sem byggir á frelsi einstaklingsins og því að einstaklingurinn eigi að fá að njóta sín.“

Breytingartillaga samþykkt

Mjótt var á mununum þegar kosið var um breytingartillögu Hallgríms Viðars Arnarssonar. Var hún naumlega samþykkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...
LÚGUSTIGAR - 4 STÆRÐIR Á TILBOÐI
Vel einangraðir lúgustigar 58x85, 68x85 og 55x113 Einnig Álstigi 45,7x56 Á Face...