Starfsmenn OR vilja áheyrnarfulltrúa í stjórn

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Áheyrnarfulltrúi starfsmanna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), endurskoðun fríðinda stjórnenda, sparnaður og laun nýs stjórnarformanns OR voru á meðal þess sem kom til umræðu á fundi Jóns Gnarr borgarstjóra og Haraldar Flosa Tryggvasonar með um 200 starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í dag.

Markmið fundarins var að kynna starfsfólki áherslur Reykjavíkurborgar varðandi OR, helstu verkefni sem eru framundan í rekstrinum og að svara spurningum starfsfólks, að því er segir í tilkynningu frá OR.

Hjá borgarstjóra kom fram það mat hans að OR væri afar verðmæt ekki bara vegna þeirra lífsgæða sem fyrirtækið býr borgarbúum heldur ekki síður þeir möguleikar sem í því búa til framtíðar. Hann sagði frá þeim þremur megináherslum sem Reykjavíkurborg hefur varðandi fyrirtækið, sem hann kynnti meðeigendum á aðalfundi OR á föstudag.

Þær eru að:
1.       Auðlindir verði nýttar með þeim hætti að ekki sé gengið á framtíðarmöguleika til nýtingar þeirra.
2.       Allar ákvarðanir um nýtingu auðlinda og nýtingin sjálf einkennist af ást og virðingu fyrir umhverfinu.
3.       Borgarbúar njóti öruggrar þjónustu frá traustum aðilum og geti gengið að upplýsingum um störf og stöðu orkufyrirtækja í eigu borgarinnar.

Sérkennilegt að greiða eigendum arð

Þá nefndi borgarstjóri að sér þætti sérkennilegt að fyrirtækið greiddi eigendum arð meðan kreppti að og það væri rekið með halla.

Á fundinum, sem Hjörleifur B. Kvaran forstjóri OR stýrði, bar starfsfólk fram spurningar af ýmsum toga. Spurt var um bílafríðindi stjórnenda, fyrri störf stjórnarformannsins og núverandi kjör hans, væntanlegar breytingar í ljósi þess að meirihluti fulltrúa borgarinnar í stjórn OR er ekki skipaður stjórnmálamönnum og borin var fram ósk af hálfu Starfsmannafélags OR um að starfsfólk fái áheyrnarfulltrúa í stjórninni. Var tekið jákvætt í beiðnina og verður hún lögð fram á fyrsta fundi hinnar nýju stjórnar.

Fríðindi endurskoðuð

Hjá Haraldi Flosa kom fram að stór verkefni blasa við, sérstaklega í fjármálum. Hann sagði það ljóst að ef gjaldskrár eigi að hækka hjá OR, þá verði viðskiptavinir að vera þess fullvissir að fyrirtækið sé að veita þjónustu með allra hagkvæmasta hætti. Það sé m.a. tilgangur fyrirhugaðrar rekstrarúttektar að tryggja að svo sé.

Meðal starfsfólks kom fram gagnrýni á umtöluð fríðindi stjórnenda og launakjör nýs stjórnarformanns, sem verður tímabundið í fullu starfi. Haraldur Flosi sagði fríðindin verða endurskoðuð og að hann voni að þekking sín og reynsla við endurskipulagningu reksturs komi OR til góða og að ábatinn nái að borga upp launin sín og gott betur.

Rafbílar eru á meðal þeirra tækifæra sem OR á að taka þátt í að innleiða, sagði borgarstjóri á fundinum. Hann hefur hug á að embætti hans hafi yfir slíkum bíl að ráða og sagðist binda vonir við að í Reykjavík geti skapast þróttmikil starfsemi við þróun rafbíla, samkvæmt tilkynningu frá OR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikið blæddi úr höfði mannsins. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...