Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 35% fylgi á landsvísu samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Fylgi flokksins hefur ekki mælst meira í rúmlega tvö ár, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins þar sem sagt var frá könnuninni. 

Samfylkingin mælist með 24% fylgi en fylgi Vinstri grænna mælist nú 19%. Flokkurinn mældist með 28% fylgi í apríl.

Fylgi Framsóknarflokks er 12% og fylgi Hreyfingarinnar 4%. Aðrir flokkar mælast með 6% fylgi samtals. 

mbl.is