Útför Benedikts á vegum ríkisins

Benedikt Gröndal.
Benedikt Gröndal.

Útför Benedikts Gröndal, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á vegum ríkisins næstkomandi föstudag 13. ágúst kl. 13 frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Benedikt lést á hjúkrunarheimilinu Eir 20. júlí. Hann var 86 ára gamall. Benedikt var fæddur á Hvilft í Önundarfirði 7. júlí 1924.

Hann sat samfleytt á þingi frá 1956 - 1982 og var forsætis- og utanríkisráðherra frá 1979-1980.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert