Starfsmenn ráðuneyta á skólabekk

Áformað er að Stjórnsýsluskólinn standi fyrir námskeiðum fyrir nýja ráðherra ...
Áformað er að Stjórnsýsluskólinn standi fyrir námskeiðum fyrir nýja ráðherra og aðstoðarmenn þeirra mbl.is/Ómar Óskarsson

Forsætisráðuneytið hefur ákveðið að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með því að setja á fót Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Segir þar að  áhersla hafi verið lögð á það í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem út kom fyrr á árinu að fjölga þyrfti í þeim hópi starfsmanna Stjórnarráðsins sem eru vel menntaðir og þjálfaðir og hafa getu til að takast á við mjög flókin og krefjandi verkefni.

Nýir ráðherrar og aðstoðarmenn sendir á námskeið

„Eins og rætt var í ríkisstjórn í morgun verður fyrsta verkefni Stjórnsýsluskólans að skipuleggja námskeið sem haldið yrði á sex mánaða fresti fyrir alla nýja starfsmenn í Stjórnarráðinu.

Þar yrði gefið yfirlit yfir starfsemi Stjórnarráðins, hlutverk þess og vinnuaðferðir, lagalega umgjörð, fjárlagaferlið, þátttöku í samstarfi innan Evrópska efnahagssvæðisins, uppbyggingu stjórnsýslunnar, lög sem um hana gilda og réttindi og skyldur starfsmanna.

Nýliðafræðslunni verður síðan fylgt eftir með markvissri endurmenntun fyrir starfsmenn í samstarfi við fjármálaráðuneytið. Fyrsta námskeiðið er áformað í lok september fyrir alla þá sem hafið hafa störf hjá ráðuneytunum á þessu ári. 

Einnig er áformað að Stjórnsýsluskólinn standi fyrir námskeiðum fyrir nýja ráðherra og aðstoðarmenn þeirra en slík fræðsla er meðal tillagna starfshóps forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis," segir í tilkynningu.

Í skýrslunni „Starfsskilyrði stjórnvalda" sem unnin var af nefnd undir forsæti Páls Hreinssonar þáverandi dósents og kom út árið 1999 að hér á landi væri ekki starfræktur stjórnsýsluskóli fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga eins og tíðkast í flestum nágrannalanda okkar.

Þá væri ekki í gildi markviss endurmenntunarstefna sem fæli það í sér að þegar nýir starfsmenn koma til starfa, sem fá það hlutverk að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu borgaranna, væru sendir á grunnnámskeið til að læra almennar reglur stjórnsýsluréttarins.

mbl.is

Innlent »

Mestar áhyggjur af starfsfólkinu

10:50 „Tvennum sögum fer nú af því hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir efnahagslífið. Við höfum bæði heyrt ákveðnar dómsdagsspár og síðan höfum við líka heyrt það að þetta hefði mjög takmörkuð og jafnvel lítil sem engin áhrif.“ Meira »

100 íslensk verk á pólsku

10:49 Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni Gdańskie Targi Książki sem fram fer í Gdansk, Póllandi helgina 29.-31. mars 2019. Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar úr íslensku á pólsku. Meira »

Fundað áfram í kjaradeilunni

10:03 „Við vorum að meta stöðuna aðeins í gær og ætlum að ræða saman núna á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig það fer,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is, en fundað verður áfram í kjaradeilu félagsins og fimm annarra í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Meira »

MAST kærir sölu ólöglegra fæðubótarefna

10:00 Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að vefnum verði lokað. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf að því er fram kemur í frétt á vef MAST. Meira »

100 þúsund krónum ódýrara með WOW

09:44 Þrátt fyrir að fréttaflutningur af alvarlegri fjárhagsstöðu WOW Air hafi verið áberandi síðustu daga virðist flugfélagið halda sínu striki í framboði og verðlagningu flugfargjalda. Meira »

Spyr um kostnað við Landsréttarmálið

08:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi þar sem hún spyr um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Meira »

Fall WOW air yrði mikið högg

08:32 Stjórnendur Íslenskra fjallaleiðsögumanna unnu í gær að viðbragðsáætlun vegna mögulegs brotthvarfs WOW air af markaði.  Meira »

Leggst gegn þjóðgarði á miðhálendi

08:18 „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst alfarið gegn áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs sem kynnt hafa verið sveitarfélögum á umliðnum vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar frá 21. mars. Meira »

1.700 hús tengjast ljósleiðara

07:57 Fjarskiptasjóður styrkir tengingu 1.702 lögbýla og fyrirtækja í sveitum landsins við ljósleiðara á næstu þremur árum. Búast má við að mun fleiri tengist í þessum verkefnum, meðal annars sumarhús og önnur híbýli sem ekki njóta ríkisstyrks. Meira »

Pappírsnotkun þingsins minnkað

07:37 Pappírsnotkun Alþingis hefur minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum, samkvæmt skriflegu svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

Hélstu að veturinn væri búinn?

06:50 Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir ljóst að veturinn sé ekki tilbúinn til að sleppa af okkur takinu enn þá ef marka má veðurhorfur á landinu næstu daga. Slydda og stormur eru meðal þess sem bíður handan við hornið. Meira »

Þrjú útköll á Akureyri

06:19 Lögreglan á Akureyri þurfti í þrígang að aðstoða fólk innanbæjar í nótt vegna foks á lausamunum. Um fimm í morgun mældust 29 metrar á sekúndu í hviðum þar. 9 stiga hiti var á Akureyri undir morgun. Meira »

Klæðalítill með hávaða og læti

06:12 Lögreglan var kölluð út um miðnætti vegna ofurölvaðs gests á hóteli í hverfi 105. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, klæðalítill á stigagangi með hávaða og læti. Meira »

Flug WOW á áætlun

05:51 Flugvél WOW air sem var að koma frá Montreal í Kanada lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 4:13 í nótt en vélin átti að koma hingað til lands sólarhring fyrr. Alls komu sex vélar WOW frá Norður-Ameríku í morgun. Meira »

Sókn eftir sæbjúgum mögulega of stíf

05:30 Í nýrri ráðgjöf um veiðar á sæbjúgum á skilgreindum svæðum frá 1. apríl til loka fiskveiðiárs er miðað við að afli samtals fari ekki yfir 883 tonn. Það sem af er fiskveiðiári er búið að landa 2.300 tonnum. Meira »

Sameinast um úrvinnslu veðurgagna

05:30 Ársfundur Veðurstofu Íslands er haldinn í dag undir yfirskriftinni: Nýjar áskoranir - nýjar leiðir. Honum verður streymt á netinu og fást nánari upplýsingar á vefnum vedur.is eða Facebooksíðu Veðurstofu Íslands. Meira »

Eldi á ófrjóum laxi hefst á Austfjörðum

05:30 Fiskeldi Austfjarða hefur fengið rekstrar- og starfsleyfi til stækkunar fiskeldis síns í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Gefur það fyrirtækinu möguleika á að auka laxeldi sitt. Meira »

Munnhirða unglingsstráka slæm

05:30 Strákar í tíunda bekk drekka meira gos og bursta sjaldnar tennurnar en stelpur á sama aldri. Þetta kemur fram í rannsóknarverkefni Dönu Rúnar Heimisdóttur tannlæknis sem fjallar um neyslu- og tannhirðuvenjur unglinga. Meira »

Vilja umbreyta skuldum

05:30 Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur WOW air funduðu í þriðja sinn í gærkvöldi. Markmiðið var að afla nægilega margra undirskrifta vegna áætlunar um að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár. Söfnunin var sögð hafa gengið vel. Þó hafði ekki tekist að afla tilskilins fjölda þegar Morgunblaðið fór í prentun. Meira »
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í mars/april í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum pot...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
Handlaug til sölu tilboð óskast
Ein handlaug ónotuð fæst fyrir lítið. uppl. 8691204....