Jóhanna beitti þrýstingi

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir.
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvatti Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskipta- og bankamálaráðherra, sl. þriðjudagskvöld til þess að vera jákvæður ef niðurstaða þingnefndar, sem fjallar um hugsanlega ábyrgð fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar, yrði sú að leggja til að Alþingi gæfi út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum í ríkisstjórn Geirs. H. Haarde, eins og flest stefnir nú í. Þetta hefur Morgunblaðið eftir öruggum heimildum.

Björgvin mun, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, hafa lagt allt annað mat á stöðuna. Forsætisráðherra hvatti Björgvin ekki einvörðungu til jákvæðni, heldur lýsti þeirri skoðun sinni að með því að vera dreginn fyrir landsdóm með ákæru frá Alþingi gæfist Björgvini kærkomið tækifæri til þess að hreinsa nafn sitt í sambandi við sína ábyrgð á bankahruninu haustið 2008.

Morgunblaðið hefur upplýsingar um að í kjölfar útkomu blaðsins í gærmorgun hafi mikils taugatitrings gætt meðal þingheims, einkum þingmanna og ráðherra úr röðum Samfylkingarinnar. Fullyrt er að Össur Skarphéðinsson sé á nálum vegna þessa máls, og að sömu sögu sé að segja af Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Össur telur litlar líkur á því að mögulegt sé að …
Össur telur litlar líkur á því að mögulegt sé að ákæra Björgvin og aðra fyrrverandi ráðherra. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert