Vill að þingið biðji ráðherra afsökunar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi viðurkenni að óréttmætt hafi verið að höfða Landsdómsmálið svokallaða, gegn fyrrverandi ráðherrum ríkisstjórnarinnar, árið 2010.

Vill Sigmundur að viðkomandi ráðherrar verði beðnir afsökunar af Alþingi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sigmundur lagði fram þingsályktunartillögu sama efnis í fyrra en hún hlaut ekki brautargengi. Tillaga Sigmundar var til umræðu á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í gær. Sama tillaga var send til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra, en ekki náðist í Sigmund við gerð fréttarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert