Á von á skiptum skoðunum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að í málshöfðuninni fyrir Landsdómi hafi …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að í málshöfðuninni fyrir Landsdómi hafi verið blandað saman pólitík og dómsmálum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um „óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni“ er vongóður um að tillagan verði samþykkt á Alþingi en hún verður tekin til fyrri umræðu í dag.

Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru úr þremur flokkum; Miðflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins, en fyrsti flutningsmaður er formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann leggur tillöguna fram að nýju eftir að hafa gert slíkt hið sama á síðasta kjörtímabili en fékk þá ekki að mæla fyrir tillögunni.

„Ég hef á tilfinningunni að það muni ekki allir styðja þetta, en það gæti verið meirihluti fyrir þessu,“ segir Sigmundur Davíð m.a. í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert