Facebooksíða til skoðunar hjá lögreglu

Reuters

Facebooksíða „Samtaka fyrir þá sem finnst áróður Evrópu-sinna jaðra við föðurlandssvik og myndu frekar láta lífið fyrir ættjörðina heldur en að sjá hana falla í óvina hendur", er til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra, er málið í rannsókn en eitthvað er síðan það kom inn á borð lögreglunnar.

Síðan var stofnuð þann 5. júlí en liðsmenn samtakanna eru hins vegar fáir, eða 37 talsins.

Svo virðist sem vinnufundur samtakanna Sterkara Íslands sé þyrnir í þeirra augum eða eins og það er orðað „Jæja...hver ætlar að vera fyrstur til að fórna sér fyrir málstaðinn? Sprengjubeltið bíður..."

Svo virðist sem einhver hafi svarað kallinu þar sem „Góðar fréttir...einn okkar liðsmanna hefur boðið sig fram til að fara á þennan fund og njósna um fyrirætlanir föðurlandssvikaranna... :)", hefur verið bætt inn á síðuna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert