Siglt til Þorlákshafnar í fyrramálið

Herjólfur hefur farið fáar ferðir að undanförnu
Herjólfur hefur farið fáar ferðir að undanförnu mbl.is/Rax

Ákveðið hefur verið að Herjólfur sigli kl. 07:30  í fyrramálið frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar. Hann fer síðan frá Þorlákshöfn kl. 11:15 til Vestmanneyja.  Athugað verður með ferðir í Landeyjahöfn síðdegis sama dag.

Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar í morgun en öllum ferðum í Landeyjahöfn var aflýst í dag.

mbl.is