Gáfu Jóni heimildarmynd um áhrif kláms

Jón Gnarr.
Jón Gnarr.

Femínistafélagið hefur afhent Jóni Gnarr, borgarstjóra, eintak af heimildarmyndinni The Price of Pleasure, sem að sögn félagsins fjallað um þau viðtæku áhrif sem klámiðnaðurinn hafi á samfélagið.

Í tilkynningu frá félaginu er því fagnað að Jón skuli taka skýra afstöðu gegn klámi og skilji skaðsemi þess. Klámiðnaðurinn þrífist á eymd fólks, sér í lagi kvenna og auk þess hafi rannsóknir sýnt fram á að klám hafi mjög neikvæð áhrif á það hvaða augum karlar líta á kynlíf og jafnrétti í samböndum.

„Femínistafélagið vonar að í kjölfarið opnist fyrir umræðuna um hin grimma heim klámiðnaðarins og tengsl hans við klámvæðingu, vændi, mansal og nauðganir," segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina