Harma aðför að Geir

Á myndinni eru Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins á haustþingi Landssambands …
Á myndinni eru Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins á haustþingi Landssambands sjálfstæðiskvenna og Drífa Hjartardóttir formaður sambandsins.

Landssamband sjálfstæðiskvenna harmar þá aðför sem gerð hefur verið að Geir H. Haarde með þeirri ákvörðun meirihluta Alþingis að gefa út ákæru á hendur honum og draga fyrir Landsdóm, eins og segir í ályktun haustþings sambandsins. „Sorglegt er að pólitískt uppgjör skuli með þessum hætti dregið inn á vettvang dómstóla.“

Á þinginu var einnig samþykkt ályktun um skuldavanda heimilanna. Þingið bendir á að þessi vandi sé skuldavandi þjóðarinnar. „Landssamband sjálfstæðiskvenna telur stjórnmálaflokkum skylt að  vinna  sameiginlega að lausnum fyrir heimilin líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir. Grípa þarf til róttækra aðgerða sem miða að raunverulegri lausn á skuldavanda heimilanna.  Þegar hafa komið fram hugmyndir úr ólíkum áttum um almennar skuldaleiðréttingar. Landssamband sjálfstæðiskvenna krefst þess að þessar hugmyndir verði skoðaðar með það fyrir augum að leiðrétta nú þegar hag og stöðu heimila. “

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert