Engar niðurstöður urðu á fundi sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar með Marinó G. Njálssyni, fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna, í gær þar sem rætt var um skuldavanda heimilanna.
Marinó segir að menn hafi farið yfir stöðuna á fundinum og rætt kosti og galla þeirra hugmynda sem komið hafi fram. Hugmynd samtakanna um 18% almenna niðurfellingu skulda hafi ekki verið rædd sérstaklega en verði tekin fyrir á fundi í dag.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segir að eftir að Ögmundur Jónasson hafi enn einu sinni komið með skoðun sem gangi þvert á orð Steingríms J. Sigfússonar vakni spurningar um það hver sé stefna ríkisstjórnarinnar í þessu máli, eins og raunar öðrum. „Það þýðir ekkert fyrir VG að vera bæði með og á móti,“ segir Ragnheiður Elín.
Óðinn Þórisson:
Stefnulaus ríkisstjórn með enga framtíðarsín
Unnur Brá Konráðsdóttir:
Ekkert að frétta
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n:
Ríkisstjórnin hafnar Hagsmunasamtökunum
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir:
Svei og skömm...
Sigurður Haraldsson:
Bomm bomm!
Hilmar Sigurðsson:
Hversi lengi fá þessir glæpamenn að ganga lausir?
Axel Jóhann Axelsson:
Asnaeyrnatog
