Líknarbelgir blésu út í holunum

Kjálkafjörður.
Kjálkafjörður. www.mats.is

Vegurinn í Kjálkafirði í Barðastrandasýslu er svo holóttur og vondur, að um helgina sprungu út líknarbelgir í hægri framhurð á nýlegum fólksbíl, sem ekið var um veginn. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum, sem segir að það muni vera mjög sjaldgæft, að loftpúðar springi út þegar ekið er um mjög holótta vegi.

Nokkur umferðaróhöpp urðu í síðustu viku í umdæmi lögreglunnar.  Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur, annar við Ísafjörð og hinn í nágreni við Hólmavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert