Sektuð fyrir að reka ljósmyndastofur

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.

Héraðsdómur Reykjaness hefur sektað tvenn hjón fyrir að reka ljósmyndastofur án tilskilinna réttinda. Atvinnuljósmyndarar kærðu hjónin á síðasta ári fyrir rekstur ljósmyndastofanna, sem reknar voru á heimilum hjónanna í Hafnarfirði og Garðabæ. 

Um er að ræða tvö aðskilin mál. Fólkið auglýsti starfsemina á netinu og í símaskránni. Hópur ljósmyndara kærði starfsemi ljósmyndastofanna til lögreglu í mars á síðasta ári en lögreglan taldi sig ekki hafa lagaheimild til að stöðva reksturinn. Samtök iðnaðarins kærðu þá niðurstöðu til ríkissaksóknara,a, var ákvörðun lögreglustjóra um frávísun málsins kærð til ríkissaksóknara og vísuðu m.a. til þess að iðnréttindi ljósmyndara njóti lögverndunar. Felldi ríkissaksóknari ákvörðun lögreglunnar úr gildi og lagði fyrir hana að hefja rannsókn. Ákæra var síðan gefin út í júní á þessu ári. 

Í báðum málunum bar fólkið því fyrir sig að það ræki ekki ljósmyndastofu heldur grafíska vinnslu á ljósmyndum. Dómurinn taldi hins vegar að um hefði verið að ræða ljósmyndastofurekstur að stórum hluta og sakfelldi hjónin fyrir brot á iðnaðarlögum með því að hafa rekið  löggilta iðngrein án þess að hafa meistara til forstöðu. Var fólkið, hvert um sig, dæmt til að greiða 150 þúsund krónur í sekt auk sakarkostnaðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert