Öll gengislán í sama flokk

Fjölmörg bílalán í íslenskri mynt voru tengd gengi erlendra gjaldmiðla.
Fjölmörg bílalán í íslenskri mynt voru tengd gengi erlendra gjaldmiðla. mbl.is

Ætla má að skuldir heimilanna lækki um 40-50 milljarða króna, eða að meðaltali um eina og hálfa milljón á heimili með gengisbundið lán ef frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengislán verður að lögum. Frumvarpið var lagt fram í ríkisstjórn í gær.

 Í kjölfar dóms Hæstaréttar um leiðréttingu vaxtakjara gengistryggðra lána, sem áður voru dæmd ólögmæt, greindi menn á um hvort dómarnir tækju einungis til þeirrar gerðar lánasamninga sem deilt var um í dómum Hæstaréttar. 

 Ráðherra hefur því ákveðið að leggja fram frumvarp þess efnis aðgengisbundin fasteignaveðlán og bílalán falli í sama flokk óháð orðalagi samninga þeirra. Allirlántakendur fá því lækkun eftirstöðva sinna til samræmis við dóm Hæstaréttar frá 16. september sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert