Ósammála um reikniaðferðir

Menntaskólinn Hraðbraut.
Menntaskólinn Hraðbraut. mbl.is/Ómar

Um 20 milljónum kr. munar á útreikningi á uppgjöri menntamálaráðuneytisins og Menntaskólans Hraðbrautar fyrir árin 2004-2009. Skólastjórinn segir að allir útreikningar fram til þessa hafi reynst vera rangir, þar með talinn útreikningur Ríkisendurskoðunar. Þar muni rúmum 100 milljónum.

„Menn eru að deila um aðferðir en í rauninni munar mjög litlu á milli útreikningsaðferða hjá mér og ráðuneytinu,“ segir Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar.

Aftur á móti muni rúmum 100 milljónum á útreikningi Ríkisendurskoðunar miðað við útreikninga menntamálaráðuneytisins og sinna eigin. En samkvæmt útreikningum Ríkisendurskoðunar greiddi ríkið 192 milljónum kr. meira til Menntaskólans Hraðbrautar en því bar að gera á sjö ára tímabili.

Ólafur segist hafa reiknað þessa tölu niður í 65 milljónir kr. og menntamálaráðuneytið hafi fengið út 85 milljónir. „Það er ljóst að í 192 milljónum þá skeikar meira en 100 milljónum hjá Ríkisendurskoðun,“ segir Ólafur. 

Hann fundaði með menntamálaráðherra um stöðu skólans fyrr í þessum mánuði. Hann segir að þann 15. október sl. hafi útreikningur á uppgjöri menntamálaráðuneytisins og Hraðbrautar fyrir árin 2004-2009 farið fram í fyrsta sinn.

„Það munaði 20 milljónum þegar upp var staðið á aðferðum,“ segir Ólafur. „Ég held því fram að mín aðferð sé rétt og ráðuneytið gerir vafalítið hið gagnstæða.“

Skuldlaus um áramót

Útreikningur menntamálaráðuneytisins sýndi 20 milljóna kr. hærri skuld í árslok 2010 miðað við útreikning Ólafs. „Samkvæmt mínum útreikningum þá erum við í rauninni orðin skuldlaus um áramótin 2010,“ segir Ólafur og bætir við að ráðuneytið hafi lofað að útbúa minnisblað um útreikningana. Það hafi hins vegar látið á sér standa.

„Í rauninni skiptir ekki máli hvor aðferðin er notuð. Skólinn er með mun fleiri nemendur í skólanum heldur en hann er að fá greitt fyrir. Við munum, alveg sama hvor aðferðin er notuð, verða skuldlaus við ráðuneytið. Annaðhvort verður það um næstu áramót eða það verður í febrúar-mars á næsta ári.“

Engin skýr niðurstaða

Aðspurður segist Ólafur ekki hafa fengið skýr skilaboð frá ráðuneytinu varðandi framhaldið og því sé ekki komin nein formleg niðurstaða. Hann á von á því að verða kallaður á fund fjárlaganefndar Alþingis þar sem staðan verður reiknuð upp á nýtt. Ekki er búið að ákveða neina dagsetningu en mögulega verður af fundinum í næstu viku.

„Ég er nú að vona að ráðuneytið, í framhaldi af því, komi að borðinu og vilji semja aftur. Mér finnst svo glórulaust að leggja skólann niður. Ég er meira að segja búinn að gera ráðuneytinu tilboð um að þeir greiði minna til skólans heldur en til nokkurs annars skóla á landinu.“

Hann kveðst jafnframt aldrei hafa haft almennileg gögn í höndunum til þess að gera þetta upp fyrr en nú. „Til þess hefur alltaf vantað ráðuneytið að borðinu.“

Ólafur hefur skrifað þingmönnum bréf vegna málsins þar sem hann útlistar stöðuna. Bréfið er birt á vef skólans.

Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar.
Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

16:05 Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Meira »

Beðið svara ráðuneyta um ný leyfi

16:04 Laxeldisfyrirtækin hafa sótt um bráðabirgðaleyfi til viðkomandi ráðuneyta til að stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Meira »

Tók veski af manni í hjólastól

16:00 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi sl. föstudag karlmann í hálfsárs fangelsi fyrir ítrekuð brot sem m.a. voru framin er hann var enn á skilorði. Var manninum þá dæmt til refsiþyngingar að hafa stolið veski af manni í hjólastól. Meira »

Reyndi að bera út systur sína

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann og konu í 30 daga fangelsi fyrir húsbrot, fyrir að hafa í júlí 2016 ruðst inn í húsnæði systur konunnar í heimildaleysi með því að kalla eftir aðstoð Neyðarþjónustunnar sem boraði upp lás á dyrum fasteignarinnar. Meira »

Hæstiréttur staðfestir lögbönnin

15:22 Hæstiréttur staðfesti í dag lögbönn sem STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, fóru fram á að lögð yrðu við því að tvö netveitufyrirtæki veittu viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðum, svokölluðum torrent-síðum, þar sem hægt er að nálgast höfundarréttarvarið efni án endurgjalds. Meira »

Framsalsmálið tekið upp á ný

15:07 Landsréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð yfir meintum höfuðpaur í svo nefndu Euromarket máli eftir að dómsmálaráðuneytið upplýsti ríkissaksóknara um að það ætli að taka upp að nýju framsalsmál mannsins. Meira »

Dæmdur fyrir að falsa hæfnipróf

15:07 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, en manninum var gefið að sök að hafa falsað afrit af hæfniprófi við umsókn sína um endurútgáfu flugliðaskírteinis hjá Samgöngustofu. Meira »

Ætlar að skála eftir 19 milljóna vinning

14:44 Báðir vinningshafar sem skiptu með sér fjórföldum lottópotti um helgina hafa gefið sig fram við Íslenska getspá. Fékk hvor vinningshafi um 19,3 milljónir í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Olís við Ánanaust í Reykjavík en hinn er í áskrift. Meira »

Blekkti starfsmann Arion banka

14:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi og svipt hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa framið fjögur mismunandi brot á árunum 2016 til 2018. Meira »

57 stöðvaðir með fölsk skilríki

14:42 57 manns voru stöðvaðir í Leifsstöð fyrstu níu mánuði þessa árs fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Afskiptum lögreglu í flugstöðinni af einstaklingum án skilríkja fer þá fjölgandi og eru þeir orðnir 70 á tímabilinu. Meira »

Ólafur dregur framboð til baka

14:32 Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, hefur dregið framboð sitt til stjórnar Neytendasamtakanna til baka. Ólafur starfaði sem formaður samtakanna 2016-2017 en sagði af sér eftir harðar deilur við stjórn samtakanna vegna fjár­hags­legra skuld­bind­inga sem Ólafur kom fé­lag­inu í. Meira »

Verðum að ná áttum með greinina

14:10 Þegar launakostnaður hjá hótelum er orðinn um og yfir 50% af tekjum þeirra er ljóst að sá rekstur er ekki sjálfbær til lengri tíma, segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við mbl.is. Ný skýrsla KPMG sýnir fram á versnandi afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Fimm burðarstólpar hættu í fyrra

13:37 Reiknað er með því að ákvarðanir verði teknar á næstu vikum af hálfu stjórnvalda vegna stöðunnar sem er uppi hjá loðdýrabændum. Fimm burðarstólpar hættu í loðdýrarækt í fyrra. Þetta kom fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar. Meira »

„Ómetanlegt og óbætanlegt tjón“

13:27 „Mestu sárindin eru minjarnar okkar, það er ómetanlegt og óbætanlegt tjón,“ segir Lárus Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, tölvubúnaður og rafmagn varð fyrir einnig illa úti á Hlíðarenda þegar kaldavatnsinntak gaf sig í nótt. Mögulega þarf að fá rafstöð til að fá rafmagn aftur á húsið. Meira »

Jákvætt að tilkynningum hafi fjölgað

12:35 Áhrif heimilisofbeldis á börn eru þau sömu og ef börnin yrðu sjálf fyrir ofbeldi. Þetta sagði Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, á ráðstefnunni „Gerum betur“ um vinnu í tengslum við heimilisofbeldismál. Meira »

Hugnast ekki heræfingar

12:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í mengun og mat á umhverfisáhrifum vegna heræfinga NATO hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

11:44 Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Komumst ekki úr hjólförum með krónuna

11:29 „Krónan fellur hratt þessa dagana og við vitum hvað það þýðir. Það þýðir versnandi kjör í landinu,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Svona var aðkoman að Hlíðarenda

11:21 Mikið vatn var í kjallaranum á Hlíðarenda á morgun. Þjálfarar Vals voru mættir klukkan sex til þess að undirbúa morgunæfingar og mættu miklum vatnsflaumi þegar þeir fóru niður í kjallara til að sækja bolta. Þeir mynduðu aðstæður sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...