Hefði ekki blásið miðstöð af

Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra, segir að það hafi orðið sameiginleg niðurstaða á fundi hans með borgarstjóra að hætta við samgöngumiðstöðina og kanna leiðir til að bæta aðstöðu fyrir innanlandsflug vestan við flugvöllinn. Hefði það verið vilji borgarinnar að reisa samgöngumiðstöðina hefði hann ekki lagst gegn því.

Í samtali við mbl.is sagði Ögmundur að á fundinum hefði komið fram sú afstaða borgaryfirvalda að  ekki væri áhugi á því af hálfu borgarinnar að halda áfram við hönnun og byggingu samgöngumiðstöðvar. Þetta hefði raunar verið í kortunum. Á fundinum hefði komið fram vilji af beggja hálfu að bæta aðstöðu fyrir innanlandsflug, bæði fyrir starfsfólk og flugfarþega, vestan við flugvöllinn þar sem flugstöðin er.

En vildir þú að samgöngumiðstöðin risi norðan við Hótel Loftleiðir?


„Ég hef sagt að ég yrði ekki sá sem blési samgöngumiðstöðina af,“ sagði Ögmundur. Áform um miðstöðin hafi verið byggð á vilja borgarinnar, ekki síður en ríkisins. Samgönguráðuneytið hefði ávallt lagt áherslu á að bæta aðstöðu fyrir innanlandsflugið. „Ef það verður niðurstaðan, eins og allt bendir til að verði, þá finnst mér það vera mjög ásættanlegt. Mér finnst ekki hægt að bíða eftir þessu lengur,“ sagði hann.

Ögmundur minnti ennfremur á að núverandi borgaryfirvöld vildu að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni. Hann væri hins vegar á þeirri skoðun að framtíð flugvallarins ætti að byggja á afstöðu landsmanna allra. Völlurinn yrði örugglega í Vatnsmýri til 2024 og vel mætti vera að hann yrði þar lengur. Hann væri sjálfur á þeirri skoðun að flugvöllurinn ætti áfram að vera á núverandi stað.

En taldir þú þörf á samgöngumiðstöð?

„Nei, það sem hefur verið efst í mínum huga og hefur allan tímann verið, er að bæta aðstöðuna fyrir innanlandsflugið. Og ég tel það ekki síðri kost sem nú verður sennilega ofan á, að bæta aðstöðuna vestan megin á flugvellinum,“ sagði Ögmundur. Hefði það verið eindreginn vilji borgarinnar að bæta aðstöðu fyrir innanlandsflugið, samhliða því að reisa samgöngumiðstöð, hefði hann ekki lagst gegn því. Hann teldi þá niðurstöðu sem nú lægi, að kanna uppbygginu vestan við flugvöllinn, fyrir ekki síðri kost. „Það er líka kostnaðarminna fyrir flugið, þarna eru flugplön og aðstaða fyrir flugvélarnar sem gerir það að verkum að þetta verður miklu ódýrari aðgerð. Á þeirri forsendu er þetta skynsamlegt í ljósi efahagsþrenginganna, að horfa til þess sem er ódýrast og hagkvæmast,“ sagði hann.


Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Enn lokað um Víkurskarð

06:58 Nú í morgunsárið er að lægja sunnanlands og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Víkurskarð er enn lokað. Meira »

Slysvaldur væntanlega ölvaður

06:52 Ökumaður sem ók yfir á rangan vegarhelming og hafnaði á bifreið sem kom úr gagnstæðri skammt frá Hádegismóum í síðustu viku er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Miklar tafir urðu á umferð enda margir á leið til vinnu. Þrír voru fluttir á slysadeild. Meira »

Ófærð og vonskuveður

05:54 Allhvöss eða hvöss austanátt verður fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vindinn í kvöld og er spáð hvassviðri eða stormi á morgun með snjókomu. Viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

05:30 Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

Helmingur íbúða á Bifröst seldur

05:30 Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaútgefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótelíbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

05:30 Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Grunaður um brot gegn barni árum saman

05:27 Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Meira »

Breikkun tekur 5-7 ár

05:30 Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Meira »

Handtekinn eftir slagsmál

05:07 Einn gistir í fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir slagsmál við skemmtistað í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Meira »

Lenti á hliðinni eftir vindhviðu

05:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um óhapp á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um eitt í nótt en þar hafði vindhviða feykt tengivangi vöruflutningabifreiðar á hliðina. Meira »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best , a...
 
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...