Hefði ekki blásið miðstöð af

Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra, segir að það hafi orðið sameiginleg niðurstaða á fundi hans með borgarstjóra að hætta við samgöngumiðstöðina og kanna leiðir til að bæta aðstöðu fyrir innanlandsflug vestan við flugvöllinn. Hefði það verið vilji borgarinnar að reisa samgöngumiðstöðina hefði hann ekki lagst gegn því.

Í samtali við mbl.is sagði Ögmundur að á fundinum hefði komið fram sú afstaða borgaryfirvalda að  ekki væri áhugi á því af hálfu borgarinnar að halda áfram við hönnun og byggingu samgöngumiðstöðvar. Þetta hefði raunar verið í kortunum. Á fundinum hefði komið fram vilji af beggja hálfu að bæta aðstöðu fyrir innanlandsflug, bæði fyrir starfsfólk og flugfarþega, vestan við flugvöllinn þar sem flugstöðin er.

En vildir þú að samgöngumiðstöðin risi norðan við Hótel Loftleiðir?


„Ég hef sagt að ég yrði ekki sá sem blési samgöngumiðstöðina af,“ sagði Ögmundur. Áform um miðstöðin hafi verið byggð á vilja borgarinnar, ekki síður en ríkisins. Samgönguráðuneytið hefði ávallt lagt áherslu á að bæta aðstöðu fyrir innanlandsflugið. „Ef það verður niðurstaðan, eins og allt bendir til að verði, þá finnst mér það vera mjög ásættanlegt. Mér finnst ekki hægt að bíða eftir þessu lengur,“ sagði hann.

Ögmundur minnti ennfremur á að núverandi borgaryfirvöld vildu að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni. Hann væri hins vegar á þeirri skoðun að framtíð flugvallarins ætti að byggja á afstöðu landsmanna allra. Völlurinn yrði örugglega í Vatnsmýri til 2024 og vel mætti vera að hann yrði þar lengur. Hann væri sjálfur á þeirri skoðun að flugvöllurinn ætti áfram að vera á núverandi stað.

En taldir þú þörf á samgöngumiðstöð?

„Nei, það sem hefur verið efst í mínum huga og hefur allan tímann verið, er að bæta aðstöðuna fyrir innanlandsflugið. Og ég tel það ekki síðri kost sem nú verður sennilega ofan á, að bæta aðstöðuna vestan megin á flugvellinum,“ sagði Ögmundur. Hefði það verið eindreginn vilji borgarinnar að bæta aðstöðu fyrir innanlandsflugið, samhliða því að reisa samgöngumiðstöð, hefði hann ekki lagst gegn því. Hann teldi þá niðurstöðu sem nú lægi, að kanna uppbygginu vestan við flugvöllinn, fyrir ekki síðri kost. „Það er líka kostnaðarminna fyrir flugið, þarna eru flugplön og aðstaða fyrir flugvélarnar sem gerir það að verkum að þetta verður miklu ódýrari aðgerð. Á þeirri forsendu er þetta skynsamlegt í ljósi efahagsþrenginganna, að horfa til þess sem er ódýrast og hagkvæmast,“ sagði hann.


Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Jarðarför“ Okjökuls vekur athygli

10:01 Formleg kveðjuathöfn á jöklinum Ok í Kaldadal í Borgarfirði í gær hefur vakið heimsathygli. Sumir fjölmiðlar, svo sem AP og BuzzFeed, tala jafnvel um jarðarför jökulsins á meðan aðrir segja sorgarástand ríkja á Íslandi. Meira »

Tapaði 8 milljörðum á falli WOW

09:28 Skúli Mogensen segir fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu og við að reyna að verja WOW air falli. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrrverandi forstjóri WOW hefur sent frá sér. Hann segist hafa tapað 8 milljörðum á falli WOW. Meira »

Setja upp rafræn biðskýli

08:33 Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum borgarinnar og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen.  Meira »

Farvegur Dragár þornaði upp

08:18 Dragá í Skorradal, milli Litlu- og Stóru Drageyrar hefur þornað upp í sumar en á svæðinu hefur varla rignt síðan um miðjan maí að sögn Péturs Davíðssonar á Grund 2 í Skorradal. Meira »

Vilja stækka kjúklingabú til muna

07:57 Matfugl áformar að reisa fjögur 100 metra löng hús á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit þar sem fyrirtækið rekur kjúklingabú, til viðbótar við tvö hús sem fyrir eru. Meira »

Mest ávöxtun á Vestfjörðum

07:37 Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%. Meira »

Óráðið veður tekur við

07:02 Afar erfitt er að ráða í veðurhorfur fyrir næstu daga en nú þegar norðanáttin er að leggja upp laupana tekur við fremur óráðið veður. Meira »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...