Skilja ekki „hrufóttu“ atkvæðin

Talning atkvæða í kosningunum fer fram í Laugardalshöll.
Talning atkvæða í kosningunum fer fram í Laugardalshöll. mbl.is/Golli

Eitt af því sem hefur tafið talningu atkvæða í kosningu til stjórnlagaþings er að borð sem notuð voru í kjörklefum í Laugardalshöll eru hrufótt.

Það hefur leitt til þess að skannar, sem notaðir eru við talningu atkvæða, skynja ekki þær tölur sem eru á sumum atkvæðaseðlum þó að ekkert fari á milli mála hvað stendur á seðlunum.

Þetta er þó ekki meginástæðan fyrir því að talningin hefur reynst tímafrek heldur hitt að mjög margir atkvæðaseðlar eru ógildir að hluta. Alls eru þessir seðlar liðlega 10 þúsund eða um 13% af öllum atkvæðum sem greidd voru í kosningunum.

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag segir, að ástæður þess að meðhöndla þarf þessa seðla sérstaklega séu nokkrar. Til dæmis komi tölur frambjóðenda tvisvar fyrir, þar sé að finna rangar tölur (sem ekki eru til), auðar línur á seðlum eða ekki sé skýrt hvaða tölur kjósandi skrifaði niður.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert