Fimm frambjóðendur skiluðu uppgjöri

Frá fundum stjórnlagaráðs.
Frá fundum stjórnlagaráðs. mbl.is/Golli

Frambjóðendur til stjórnlagaþings hafa skilað Ríkisendurskoðun upplýsingum um kostnað við framboð sitt. Alls voru 523 í kjöri en einn hætti við.

Af þessum 522 skiluðu 357 yfirlýsingu um að þeir hefðu ekki notið neinna styrkja við framboðið og borið sinn kostnað sjálfir, ef einhver var.

Aðeins fimm skiluðu uppgjöri, þar af eru fjórir sem náðu kjöri sem stjórnlagaráðsfulltrúar. Þetta eru þau Ástrós Gunnlaugsdóttir, Pawel Bartoszek, Vilhjálmur Þorsteinsson og Þorkell Helgason. Aðrir stjórnlagaráðsfulltrúar skiluðu yfirlýsingu til Ríkisendurskoðunar. Sá fimmti sem skilaði uppgjöri var Ágúst Alfreð Snæbjörnsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »