Sungið í háloftunum

Það var heldur óvenjulegt flugið frá Kaupmannahöfn til Íslands í gær, óvenjulegt fyrir þær sakir að farþegum var boðið upp á skemmtiatriði um borð. Sniglabandið fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli sínu en af því tilefni bauð Iceland Express hljómsveitinni til Köben til að spila fyrir farþega. Þetta er í annað sinn sem flugfélagið býður farþegum upp á þennan jólaglaðning en þetta féll í góðan jarðveg þótt þröngt hafi verið á þingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina