Stálu sígarettum fyrir á aðra milljón

Hvolsvöllur.
Hvolsvöllur. www.mats.is

Sígarettum að verðmæti á aðra milljón króna var stolið úr söluskálanum Björkinni á Hvolsvelli í nótt. Fram kemur á vef Sunnlenska, að þjófurinn eða þjófarnir hafi brotið rúðu og komist þannig inn. Þeir virðist hafa gengið hreint til verks og stolið ákveðnum sígarettutegundum en látið aðrar vera. 

Þetta er annað innbrotið í Björkina á rúmu ári en í nóvember í fyrra brutust þrír menn þar inn og stálu tóbaki, áfengi og ýmsu fleiru. Verðmæti þýfisins í því innbroti var rúmar 820 þúsund krónur. 

Sunnlenska.is

mbl.is

Bloggað um fréttina