Fréttaskýring: Enn ófriðarblikur hjá VG

Þingmenn VG á fundi í gær.
Þingmenn VG á fundi í gær.
Hinn djúpstæði ágreiningur í þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs virðist bara hafa skýrst og orðið djúpstæðari í kjölfar þess að þau Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir gerðu í fyrrakvöld opinbera þá greinargerð sem þau lögðu fram á þingflokksfundi sl. miðvikudag, sem svar þeirra þremenninga við gagnrýni starfandi þingflokksformanns, Árna Þórs Sigurðssonar, og fleiri á afstöðu þeirra við hjásetu þegar fjárlagafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra var afgreitt á Alþingi þann 16. desember sl.

Ýmsir úr grasrót Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ekki síst af landsbyggðinni, virðast ætla að þjappa sér að baki þeim þingmönnum í VG sem gjarnan hafa verið nefndir „órólega deildin“ en höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins kallaði nú um helgina „ærlegu deildina“, þeim Atla Gíslasyni, Ásmundi Einari Daðasyni og Lilju Mósesdóttur. Eins og kunnugt er eru ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson einnig í þeirri deild sem þremenningarnir eru kenndir við, svo og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður, sem nú er í barneignarfríi frá þingstörfum.

Vilja afsökunarbeiðni

Samkvæmt samtölum við félaga í VG, óbreytta, bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, virðist sem ofangreindir sexmenningar eigi umtalsverðan stuðning í flokknum. Erfiðlega gekk í gær að ná sambandi við þingmenn og ráðherra VG sem komu saman til þingflokksfundar í höfuðstöðvum sínum, Aðalstræti 6, kl. 13 og funduðu til kl. 16, en þá var gert hlé til kl. 18. Fundi var þá fram haldið og lauk honum ekki fyrr en um kl. 21.30 í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þetta afskaplega erfiður fundur þar sem hart var tekist á. Mestur tími fundarins fór í umræður og ágreining um stefnu flokksins í Evrópusambandsmálum, en einnig var mikið rætt um stefnuna í stjórnun sjávarútvegsmála, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Engin niðurstaða varð á fundinum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en ákveðið að halda umræðum um ágreiningsmál áfram í næstu viku.

Eins og kunnugt er settu þau Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir m.a. fram þá kröfu í greinargerð til þingflokksins að Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokksins, bæðist opinberlega afsökunar á ummælum sínum, sem fólu að þeirra mati í sér fordæmingu á málflutningi Lilju Mósesdóttur, vegna fjárlagagerðarinnar, þar sem þau þrjú sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Þau segja í greinargerð sinni að tillögur þeirra hafi ekki fengið málefnalega umfjöllun í þingflokki VG og þau sökuðu flokksforystuna um óbilgirni og kölluðu ríkisstjórnina „svokallaða velferðarstjórn“. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði í samtali við fjölmiðla, þegar fundarhlé var gert síðdegis í gær: „Veistu það, ég bara stend ekki í þessu strákar mínir. Við erum bara að funda hérna... Við erum alltaf að ræða málin.“

Hann bætti því við að sjálfsagt væri hægt að biðja um afsakanir á báða bóga, aðspurður um kröfu þremenninganna um að starfandi þingflokksformaður bæðist afsökunar á ummælum sínum um málflutning Lilju Mósesdóttur.

Formaður VG sagði jafnframt að krafa um afsökunarbeiðni hefði ekki verið sett fram á þingflokksfundinum sjálfum. Hann liti svo á að þremenningarnir væru enn stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.

Um hvað er tekist á?
» Þeir sem rætt var við í gær telja margir að ágreiningurinn innan þingflokks VG sé orðinn svo djúpstæður að hann muni leiða til klofnings.
» Fullyrt er að annars vegar takist á þau öfl innan VG sem vilja standa vörð um þau grunngildi sem VG hafi að leiðarljósi í stefnuskrá sinni, en hins vegar standi meirihluti þingflokks VG fyrir því að standa við þann stjórnarsáttmála sem ríkisstjórnarsamstarfið byggist á. Í slíku samstarfi hljóti að felast málamiðlun.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Voru án rafmagns í rúman sólarhring

08:18 Raflínur slitnuðu og staurar brotnuðu á Melrakkasléttu þegar ofsaveður gekk yfir sl. föstudag en norðanstórhríðinni fylgdi mikil ísing þarna við sjóinn og sligaði línurnar. Meira »

Karlar mun fleiri en konur

07:57 Um 8.700 fleiri karlar en konur bjuggu á Íslandi í byrjun ársins. Það er sennilega Íslandsmet en hlutfallið milli karla og kvenna hefur breyst mikið síðustu ár. Meira »

Aukinn vandi vegna skyndilána

07:47 Ungt fólk á aldrinum 18-29 ára hefur ítrekað leitað til umboðsmanns skuldara vegna töku smálána. Segir umboðsmaður skuldara þetta verulegt áhyggjuefni. Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Meira »

Yfir 300 þúsund gestir í Kerið í fyrra

07:37 „Við erum mjög ánægðir með hvernig aðsóknin hefur verið,“ segir Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kersins í Grímsnesi.   Meira »

Jeppafólki komið til aðstoðar

07:21 Björgunarsveitarfólk á Suðurlandi var kallað út í nótt vegna jeppafólks sem ekki hafði skilað sér niður af Langjökli í gærkvöldi. Meira »

Reynir á frárennsliskerfi

06:54 Nú er farið að bæta í vind og hlýna. Með morgninum bætir talsvert í rigningu sunnan og vestan til og hitinn fer víða í 5 til 8 stig. Búast má við miklum leysingum um allt land og í þéttbýli reynir mikið á frárennsliskerfi og góð leið til að fyrirbyggja vatnstjón er að greiða leið vatns í niðurföll. Meira »

Nánast allt flug WOW á áætlun

06:19 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Allar flugvélar WOW air frá Íslandi voru á áætlun í morgun fyrir utan flug til Gatwick-flugvallar í London. Meira »

Mætti innbrotsþjófnum

05:51 Íbúi fjölbýlishúss í Árbænum, sem var að koma heim á níunda tímanum í gærkvöldi, sá að útihurð íbúðarinnar var opin og að maður kemur út úr íbúðinni, sem er á tíundu hæð, með poka í hönd. Maðurinn nær að hlaupa á brott með verðmæti úr íbúðinni. Búið var að spenna upp útihurðina. Meira »

Hraðasta afgreiðslan er á Íslandi

05:30 Afgreiðsla vegabréfa á Íslandi er með því sem best gerist. Í dag tekur það tvo virka daga að fá vegabréfin afgreidd, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Svíþjóð kemur næst á eftir Íslandi með fimm daga en það tekur fjórar til sex vikur að fá vegabréf í Bandaríkjunum. Meira »

Áhrif á fjöldaþróun ofmetin

05:30 Á fundi sem forsvarsmenn Icelandair Group áttu með forystufólki í ríkisstjórn Íslands í gær, voru kynntar hugmyndir sem miða að því að lágmarka höggið sem yrði af falli WOW air. Þar er einkum horft til þess að tryggja að áhrif slíkra atburða myndu hafa sem minnst áhrif á flæði ferðamanna til og frá landinu. Meira »

Innviðir hér ekki jafn sterkir

05:30 Innviðir til björgunar við aðstæður sambærilegar þeim sem voru þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélarvana við strendur Noregs um helgina eru ekki jafn sterkir hér á landi og í Noregi og verða sennilega aldrei. Þetta segir Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði hjá Gæslunni. Meira »

Vísbendingar um að háttsemi RÚV sé í bága við lög

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) hafa óskað fundar með mennta- og menningarmálaráðherra vegna samningsgerðar RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur. Meira »

Litla gula hænan leggur upp laupana

05:30 Kjúklingabúið Litla gula hænan hætti rekstri í mánuðinum vegna húsnæðisvandræða og hefur síðustu vikur verið að tæma lagerinn sinn. Meira »

HönnunarMars í skugga verkfalla

05:30 HönnunarMars hefst á fimmtudaginn með tilheyrandi straumi erlendra hátíðargesta til landsins. Á sama tíma hefjast verkföll Eflingar í hótel- og rútuþjónustu og standa í tvo sólarhringa. Meira »

WOW færi sömu leið og Air Berlin

Í gær, 22:15 Eftir að Icelandair greindi frá því að viðræðum við WOW air hefði verið slitið fór af stað umræða um mögulega kosti síðarnefnda félagsins. Viðmælandi mbl.is leiddi líkur að því að WOW air gæti farið sömu leið og Air Berlin. Meira »

Aron og Embla vinsælustu nöfnin

Í gær, 21:30 Vinsælasta nafn stúlkna árið 2018 var Embla og í tilfelli drengja var það Aron. Fengu 26 stúlkur það fyrra og 51 drengur það síðarnefnda, að því er fram kemur í skýrslu Þjóðskrár Íslands. Er dreifing meiri með nafngjöfum stúlkna en drengja. Meira »

„Búum okkur undir hið versta“

Í gær, 20:41 „Þetta er grafalvarleg staða. Við verðum að bíða og sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um viðræðuslit WOW air og Icelandair. Meira »

WOW air verður endurskipulagt

Í gær, 20:11 Stefnt er að því að kynna á morgun áætlun um endurskipulagningu WOW air. Felur hún í sér að skuldum verði umbreytt í hlutafé. Reiknað er með nýjum fjárfestum að félaginu. Meira »

Með Sigfús í eyrum í Arizona

Í gær, 19:38 Í eyðimörkinni í Tuscon í Arizona býr skartgripahönnuðurinn Lauren Valenzuela og rekur þar hönnunarfyrirtæki sitt sem heitir hvorki meira né minna en Sigfús Designs. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Sænsk sumar- og ferðaþjónustuhús
Vinsælu sænsku sumar- og ferðaþjónustuhúsin Leksand 32 m2 auk 8 m2 verandar eru ...