Niðurstaðan vel rökstudd

Róbert R. Spanó.
Róbert R. Spanó. mbl.is/Eggert

„Niðurstaða Hæstaréttar, sem ógilt hefur kosningu til stjórnlagaþingsins, er að mínum dómi sannfærandi,“ segir Róbert R. Spanó, prófessor og forseti lagadeildar HÍ.

Hann segir að af niðurstöðu Hæstaréttar megi draga þá ályktun að Alþingi eitt hafi vald til að ákveða hvaða reglur gildi um framkvæmd kosninga hér á landi.

„Í lögum um stjórnlagaþing er, að slepptum sérreglum um ákveðin atriði, byggt á því að efnisreglur almennra laga um kosningar til Alþingis skuli gilda um ýmis framkvæmdaratriði. Stjórnvöld gátu því ekki skv. forsendum Hæstaréttar ákveðið að haga framkvæmdinni með þeim hætti sem ekki samrýmdist því sem Alþingi hafði ákveðið,“ segir Róbert.

„Stjórnvöld verða að fara að gildandi lögum, en sé framkvæmd laga fyrirsjáanlega verulegum vandkvæðum bundin er Alþingis að gera breytingar. Niðurstaða Hæstaréttar er að þessu leyti vel rökstudd sýnist mér.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert