Hefur ekki tekið afstöðu

Pétur H. Blöndal.
Pétur H. Blöndal. mbl.is
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki gert upp við sig hvort hann muni styðja Icesave-frumvarpið. Pétur segir að vega þurfi og meta líkurnar á ýmsum afleiðingum þess að samþykkja eða hafna samkomulagsdrögunum.
 
„Þetta er allt önnur staða en áður var vegna þess að þessi samningur er miklu betri en fyrri samningar, aðstæður hafa batnað, óvissa hefur breyst í vissu og líkur á miklum áhættum er minni og viðráðanlegri. En við eigum líka kost á að segja nei og láta málið fara fyrir dóm,“ segir Pétur. 

„Við þurfum í rauninni að meta bæði kosti og galla við hvora ákvörðun. Að segja já eða segja nei. Valið er því erfiðara en áður. Við stöndum frammi fyrir því að ef við samþykkjum samkomulagið þá eru ákveðnar líkur á áföllum, jafnvel miklum áföllum en það eru líka ákveðnar líkur á að allt gangi vel og við borgum lítið sem ekki neitt.“ segir hann.

„Svo hefur verið bent á góðar afleiðingar þess að segja já, betra lánshæfismat, vinsemd erlendra þjóða og jafnvel að lánamöguleikar opnist og atvinnuleysi minnki. Ég tel þetta reyndar vera óskhyggju og villuljós. Ef við segjum nei, stöndum við frammi fyrir málaferlum sem við getum unnið eða tapað. Ef við vinnum borgum við ekki neitt og á því eru nokkrar líkur, reyndar óþekktar. Ef við töpum lendum við í mjög erfiðum málum en það tjón hefur ekki verið kannað eða metið í hörgul. Á því eru ákveðnar líkur sem engin þekkir.

Sumir horfa of mikið á áhættuna en minna á þá stöðu að við vinnum. Það er svona eins og menn hættu að keyra bíl vegna þess að sannanlega deyja nokkrir í umferðinni. En fólk keyrir samt. Menn mættu líka velta fyrir sér hvaða afleiðingar það hefur fyrir traust sparifjáreigenda á bankakerfið í Evrópu sama hvernig fer, hvort sem við vinnum eða töpum. Það kann því að vera lítill áhugi á málaferlum hjá ESB. Svo má ekki gleyma því að flestir telja að við eigum ekki að greiða og hví ættum við þá að greiða? Hins vegar tel ég að menn eigi ekki hamra á réttinum ef það getur valdið manni tjóni. Það má ekki kosta of mikið eða valda of miklu tjóni að standa á rétti sínum,“ segir Pétur.
 
„Ég óskaði eftir því fyrir áramót að fengið yrði líkindamat á málið, þ.e.a.s. að metið yrði líkindafræðilega hvað miklar líkur væru á að við lentum í áföllum á hvorn vegin sem er, já eða nei. Það  fékkst nú ekki enda er erfitt að meta þessar líkur.“
 
Pétur segir að umræðan á Alþingi hafi verið málefnaleg og ýmislegt nýtt
komið fram og bæði kostirnir og gallarnir hafi orðið skýrari í þeirri
umræðu. Frumvarpinu verði svo aftur vísað til nefndar eftir 2. umræðu og
segist hann vona að þá verði hægt að skoða líkurnar á mismunandi
afleiðingum, kostum og göllum þess að hafna eða samþykkja
samkomulagsdrögin.

„Svo spyr maður sig hvað liggur á? Það er reiknað með fyrstu greiðslunni 15. júlí. Af hverjum bíðum við ekki þangað til?“ segir hann.
 
Önnur umræða um Icesave-frumvarpið stóð yfir fram kvöldi á Alþingi og lauk skömmu fyrir miðnætti. Verður henni haldið áfram á morgun.
 
 

Langar umræður Önnur umræða um Icesave-frumvarpið hófst á Alþingi í ...
Langar umræður Önnur umræða um Icesave-frumvarpið hófst á Alþingi í dag og stóð yfir langt fram eftir kvöldi. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

Í gær, 20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

Í gær, 20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

Í gær, 19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

Í gær, 19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

Í gær, 19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

Í gær, 18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

Í gær, 18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

Í gær, 18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

Í gær, 18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Í gær, 18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Heimavík
...
 
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...