Icesave-samningurinn samþykktur

mbl.is/Ómar

Icesave-samningurinn var samþykktur á Alþingi með 44 atkvæðum gegn 16 atkvæðum. Þrír þingmenn sátu hjá. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG klofnuðu í afstöðu til frumvarpsins.

Þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Það sama gerðu þingmenn Framsóknarflokks, nema Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson sem sátu hjá.  Allir þingmenn Samfylkingar og VG greiddu atkvæði með frumvarpinu nema Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, þingmenn VG, sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks samþykktu frumvarpið, nema Pétur H. Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir, Birgir Ármannsson og Sigurður Kári Kristjánsson sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Guðlaugur Þór Þórðarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Lögin verða nú send til forseta Íslendingar til staðfestingar. Yfir 33 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar.

Já sögðu: Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Orri Schram, Mörður Árnason, Oddný Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ólöf Nordal, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Inga Ingadóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svanís Svavarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Árni Þór Sigurðsson, Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason. Einar K. Guðfinnsson, Guðbjartur Hannesson, Ólafur Gunnarsson, Helgi Hjörvar og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

Nei sögðu:  Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson,  Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Vigdís Hauksdóttir, Lilja Mósesdóttir, Pétur H. Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir.

Hjá sátu: Siv Friðleifsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Steingrímsson.
Þingmenn greiddu atkvæði um Icesave-samninginn í dag.
Þingmenn greiddu atkvæði um Icesave-samninginn í dag. mbl.is/Ómar
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í ...
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í dag.
mbl.is

Innlent »

Reyna að semja um skýlin í borginni

05:30 Reykjavíkurborg mun á næstu vikum hefja viðræður við fyrirtæki um uppsetningu biðskýla og auglýsingastanda í borginni. Trúnaður gildir um viðkomandi fyrirtæki. Meira »

Ósnortin víðerni sýnd á Ísafirði

05:30 Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson verða með fyrirlestur í Ísafjarðarbíói í dag, föstudag, kl. 18 í samstarfi við Ferðafélag Íslands. „Ósnortin víðerni á Íslandi“ nefnist yfirskrift fundarins. Meira »

Vélmenni skúrar Hvaleyrarskóla

05:30 Iss Ísland hefur fjárfest í vélmenni sem mun sjá um skúringar í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Um er að ræða skúringavél frá svissneska fyrirtækinu Taski en Tandur hf. hefur umboð fyrir sölu slíkra véla á Íslandi. Meira »

Mótmæltu komu lamaðs manns

05:30 Lamaður maður sem hefur búið á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í ellefu ár hefur ekki fengið að snúa þangað aftur eftir aðgerð á Landspítalanum vegna mótmæla starfsfólks. Meira »

Meirihlutinn heldur naumlega velli

05:30 Meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna heldur naumlega velli ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Morgunblaðið dagana 23. til 25. apríl. Meirihlutaflokkarnir þrír mælast þar með um 47% fylgi og 12 borgarfulltrúa af 23. Meira »

Sólveig tekin við formennsku í Eflingu

00:50 Sólveig Anna Jónsdóttir tók í kvöld formlega við formennsku í stéttarfélaginu Eflingu af Sigurði Bessasyni sem nú lætur af formennsku. Meira »

Þæfingsfærð yfir í Mjóafjörð

Í gær, 23:25 Vegir eru víðast hvar greiðfærir á láglendi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum.  Meira »

Viðreisn og Neslistinn í eina sæng

Í gær, 23:48 Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi sem fram fara í næsta mánuði. Meira »

84% ferðuðust innanlands í fyrra

Í gær, 22:45 Ferðamálastofa hefur birt niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2017, ferðaáform þeirra á þessu ári og viðhorf til nokkurra þátta í tengslum við ferðamennsku á Íslandi. Meira »

Tap ef ekki væri fyrir sölu eigna

Í gær, 22:10 Skuldir borgarsjóðs Reykjavíkurborgar hafa vaxið um 15 milljarða þrátt fyrir góðærið samkvæmt nýjum ársreikningi borgarinnar. Tap væri á rekstri hans ef ekki væri fyrir mikla eignasölu sem greinilega hefur verið sópað út rétt fyrir kosningar. Meira »

Andlát: Ketill Larsen

Í gær, 21:45 Ketill Larsen fjöllistamaður er látinn 84 ára að aldri. Frá því er greint á Facebook-síðu Ásatrúarfélagsins. „Ketill var ásatrúarfólki vel kunnur meðal annars af setu sinni á höfuðblótum félagsins,“ segir þar ennfremur. Meira »

Bíður eftir mánudögum

Í gær, 21:34 Elísa Sif Hermannsdóttir er 21 árs Árbæingur sem ákvað að halda á vit ævintýranna eftir stúdentspróf. Hún stundar nú nám í sýningarstjórnun við The Royal Central School of Speech and Drama í London. Elísa kynntist leiklistinni ung að árum í gegnum leiklistarskólann Sönglist í Borgarleikhúsinu en hún var valin til þess að leika í jólaleikritum Borgarbarna. Meira »

BÖKK-beltin slógu í gegn

Í gær, 21:14 Fyrirtækið BÖKK-belti var valið fyrirtæki ársins 2018 í samkeppni Ungra frumkvöðla, sem haldin var í Arion banka í vikunni.  Meira »

Viðbragðsáætlun virkjuð

Í gær, 20:51 Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura verður virkjuð á morgun. Í henni felst meðal annars að opna sérstaka móttöku fyrir sængurkonur og nýbura á Barnaspítala Hringsins. Meira »

Brjóta niður menningarmúra á Norðurpólnum

Í gær, 20:35 Ellefu konur frá jafn mörgum löndum náðu þeim áfanga í fyrradag að ganga síðustu breiddargráðuna að Norðurpólnum.   Meira »

150 metrar horfnir þar sem mest er

Í gær, 21:00 Töluvert magn jökulíss hefur undanfarnar vikur brotnað framan af Breiðamerkurjökli þar sem hann rennur út í Jökulsárlón. Þar sem mest hefur brotnað af jöklinum virðist sem hann hafi styst um 150 metra, á aðeins rúmum mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Meira »

Góð vitundarvakning í plokkinu

Í gær, 20:46 Höfuðborgarbúar, sem og aðrir landsmenn hafa tekið plokkið með trompi undanfarið. Ruslastampar borgarinnar fara heldur ekki varhluta af þessum nýkviknaða áhuga á ruslasöfnun og starfsmenn borgarinnar taka honum fagnandi. Meira »

Vörur ORA sköruðu fram úr í Brussel

Í gær, 20:18 Iceland's Finest-vörulínan frá ORA, sem inniheldur rjómakennda loðnuhrognabita, stökka kavíarbita og ljúffenga humarsúpu, hefur verið valin vörulína ársins á sjávarútvegssýningunni í Brussel, sem lýkur í dag. Meira »