Tillaga Péturs líka felld

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

Breytingartillaga Péturs H. Blöndals um að Icesave-samningunum yrði vísað til þjóðaratkvæðis var felld með 33 atkvæðum gegn 30 atkvæðum.

Þetta er sama niðurstaða og varð þegar greidd voru atkvæði um tillögu Þórs Saari fékk, en þær eru efnislega samhljóða.

Þingmenn Framsóknarflokks, Hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokks studdu tillöguna. Allir þingmenn Samfylkingar og VG greiddu atkvæði gegn tillögu um þjóðaratkvæði nema Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir þingmenn VG.

mbl.is

Bloggað um fréttina