Jóhanna biður um launalækkun

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur óskað eftir því að laun hennar, sem hún þiggur sem handhafi forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, verði lækkuð til samræmis við 15% launalækkun sem forseti Íslands tók á sig í ágúst 2009.

Þegar forseti Íslands fer af landi brott fá handhafar forsetavalds greidd laun í fjarveru hans, en handhafar forsetavalds eru forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar.

Fréttablaðið upplýsti í vikunni, að þessir þrír fengju 15% hærri laun en Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Skýringin á þessu er að Ólafur Ragnar óskaði sjálfur eftir því við Fjársýslu ríkisins að laun hans yrðu lækkuð um 15%. Kjararáð lækkaði á sínum tíma laun æðstu embættismanna þjóðarinnar, en taldi sig ekki geta lækkað laun forsetans vegna ákvæða í stjórnarskrá. Í framhaldinu óskaði forsetinn eftir að laun hans yrðu lækkuð.

Þessi lækkun náði hins vegar ekki til launa handhafa forsetavalds. Í bréfi sem forsetaritari sendi ráðuneytisstjóranum í forsætisráðuneytinu 8. febrúar sl. er vakin athygli á því að laun handhafa forsetavalds hafi ekki enn lækkað, en launin eru greidd af fjárveitingum forsetaembættisins. Í bréfinu er vakin athygli á því að laun allra starfsmanna forsetaembættisins hafi verið lækkuð. Þá er bent á að samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar skuli handhafar forsetavalds njóta sömu launa og forseti Íslands.

Forsetaembættið vakti tvívegis athygli Fjársýslu ríkisins á þessu máli, m.a. tölvupósti 29. janúar 2010. Fjársýslan taldi að þessi ákvörðun forseta Íslands að óska persónulega eftir launalækkun hefði einungis áhrif á hans laun en ekki laun handhafa.

Hrannar Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir í tölvupósti til Örnólfs Thorssonar, forsetaritara, að forsætisráðherra hafi ekki vitað um að forsetinn hefði látið lækka laun sín um 15%. Forsætisráðuneytið hefði ekki vitað um samskipti forsetaembættisins við Fjársýsluna.

Þessu mótmælir forsetaritari í svarpósti. „Forseti er ekki „nýbúinn að upplýsa forsætisráðherra“ um þetta mál enda slíkt óþarfi þar eð málið hefur legið fyrir opinberlega í rúm tvö ár.“

Hrannar ítrekar síðan í tölvupósti að forsætisráðuneytið hefði fyrst fengið upplýsingar um þetta 8. febrúar. „Undirritaður getur jafnframt upplýst að í framhaldi af því að forsetaritari upplýsti forsætisráðuneytið um þann mismun sem orðinn var á launum forseta Íslands og launum handhafa forsetavalds ákvað forsætisráðherra fyrir sitt leyti að óska eftir því að laun hans sem handhafa forsetavalds yrðu framvegis miðuð við raunverulegar launagreiðslur til forseta Íslands en ekki úrskurð kjararáðs eins og verið hefur. Með þessu tekur forsætisráðherra þó ekki afstöðu til þess réttarágreinings sem upp er kominn milli embættis forseta Íslands annars vegar og Fjársýslu ríkisins og fjármálaráðuneytisins hins vegar,“ segir í bréfi aðstoðarmanns forsætisráðherra.

Þess má geta að á þingi árið 2009 lagði efnahags- og skattanefnd Alþingis fram frumvarp þess efnis að laun handhafa forsetavalds „skulu samanlagt njóta sem svarar til fimmtungs launa forseta þann tíma sem þeir hverju sinni fara með forsetavald um stundarsakir.“ Frumvarpið var ekki afgreitt á þinginu.

Hins vegar sagði Vigdís Hauksdóttir alþingismaður Framsóknarflokks í umræðum um málið 17. ágúst 2009: „Sem leiðir líka hugann að því að eftir hrunið í haust fór hæstv. forseti sjálfur fram á að laun hans yrðu lækkuð til þess að hann gæti á einhvern hátt hjálpað til í þessu hruni.  ... Laun forseta Íslands voru lækkuð í kjölfarið þvert á það sem kjararáð á að gera því að kjararáð á fyrst og fremst að ákvarða launakjör æðstu embættismanna þjóðarinnar.“ 

mbl.is

Innlent »

Marzellíus leiðir Framsókn á Ísafirði

10:04 Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma á félagsfundi í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reyndari frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Meira »

Nýtt Nes undirbýr framboðslista

09:55 Neslistinn, sem Bæjarmálafélag Seltjarnarness hefur boðið fram frá árinu 1990 og Viðreisn hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor undir nafninu Nýtt Nes. Meira »

Íslendingar byrjaðir að plokka

09:18 Landsmenn hafa tekið upp nýjan heilsusamlegan og umhverfisvænan sið sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar.   Meira »

Stara-svarmur í Sundahöfn

09:00 Nú er tíminn sem starar hópa sig saman og mynda tilkomumiklar sýningar á flugi. Myndskeið af slíku náðist á síma í Sundahöfn í vikunni þar sem svarmur stara gerði mynstur og form á himni áður en þeir héldu til hvílu yfir nóttina. Meira »

Veita veglegri styrki en áður

08:37 Stjórn Reykjavíkur Loftbrúar hefur samþykkt breytingar á áherslum og umfangi sjóðsins. Í stað smærri mánaðarlegra úthlutanna í formi farmiða verður úthlutun sjóðsins nú ein á ári. Meira »

Of lítið hugað að öryggi hjólreiðafólks

07:37 „Í frumvarpinu er alltof lítið gert til að tryggja öryggi hjólreiðafólks, sem hefur fjölgað mjög mikið frá gildistöku núgildandi umferðarlaga,“ segir Birgir Fannar Birgisson í athugasemdum á samráðsgátt stjórnvalda við frumvarpsdrög að nýjum umferðarlögum, sem samgönguráðuneytið kynnti til umsagnar. Meira »

Hótaði þjálfara vegna dóttur sinnar

06:10 Móðir fatlaðrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn þjálfara dóttur sinnar. Í Fréttablaðinu í dag um málið kemur fram að umræddur þjálfari sé grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Meira »

Hvassviðri og snjókoma

07:08 Spáð er allhvössum vindi og snjókomu á Vestfjörðum fram eftir degi. Einnig mun snjóa á Vesturlandi og Norðvesturlandi, en þar er búist við hægari vindi. Meira »

Sigurður leiðir lista Miðflokksins

06:01 Sigurður Þ. Ragnarsson, veður- og jarðvísindamaður, skipar oddvitasæti lista Miðflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í maí. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari er í öðru sæti listans. Meira »

Ók útaf við Vífilsstaðavatn

05:54 Skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um útafakstur bifreiðar við Elliðavatnsveg nærri Vífilsstaðavatni. Meira »

Borgari stöðvaði þjóf

05:52 Almennur borgari stöðvaði mann sem var að stela reiðhjóli við Grettisgötu í nótt.  Meira »

Hjólastígar samræmdir

05:30 Unnið er að samræmingu á hönnun hjólastíga í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og endurbótum á stígakerfinu. Einnig á vetrarþjónusta að vera sú sama hvar sem hjólað er. Þá er áhugi á að draga úr hraða og bæta hjólamenninguna. Meira »

Matsgerð kostar yfir 100 milljónir

05:30 Tveir dómkvaddir matsmenn hafa í tæp fjögur ár unnið að greiningu á gögnum sem varða kröfusafn sem Íslandsbanki keypti af Gamla Byr og ríkissjóði Íslands árið 2011. Meira »

Vilja breytingar í samfélaginu

05:30 Hópur sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, sem óánægður er með framboðsmál flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, kom saman til lokaðs fundar í gærkvöldi. Meira »

Flokkað sorp verði oftar hirt

05:30 Gera þarf betur í flokkun á sorpi í Reykjavík auk þess sem fjölga ætti sorphirðudögum í Grafarvogshverfi úr tveimur í þrjá í hverjum mánuði. Meira »

Flak skipsins kemur upp úr sandi

05:30 Leifar flutningaskipsins Víkartinds eru nú sjáanlegar í Háfsfjöru við Þjórsárósa þar sem skipið strandaði fyrir tuttugu árum. Botn skipsins, kjölur og skrúfa eru nú komin upp úr sandinum sem hefur falið járnið í tuttugu ár. Meira »

Leiga hækkar meira en laun

05:30 Nýbirtar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9% í febrúar.  Meira »

Framkvæmir fyrir 1,7 milljarða

05:30 Útboðsgögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Bandaríkjahers á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli voru birt í gær, 22. mars. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Vordagar
...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...